Brotnaði niður þegar hún var spurð um gagnrýni landliðskvennanna

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ er stödd í Katar þessa dagana að fylgjast með Heimsmeistarakeppni karla í Knattspyrnu. Í viðtali við Rúv var hún spurð útí gagnrýni tveggja landsliðiskvenna á KSÍ vegna svokallað „Treyjumál“ og átti Vanda erfitt með að halda aftur af tárum sínum

„Þær voru ekki að gagnrýna mig. Ég er búin að ræða við þær báðar, Dagný [Brynjarsdóttir] setur þetta fram og Glódísi [Perlu Viggósdóttir]. Við höfum átt mjög gott samtal.“

„Mér finnst mikilvægt að segja að þessi tilfinning, að finnast maður ekki mikilvægur. Ég hef fengið hana oft. Þetta stakk mig því ég var tíu ára þegar ég byrjaði í jafnréttisbaráttuna. Þá var ég að berjast á Sauðárkróki því ég vildi vera í stuttbuxum eins og strákarnir en ekki leikfimisbol. Eftir þetta verið í hjarta mínu,“ sagði Vanda og táraðist í kjölfarið. „Ég get ekki einu sinni talað um þetta,“ sagði Vanda með tárin í augunum og bað um fá að taka hlé á viðtalinu.

Það er greinilegt að Vanda tekur þessa gagnrýni ansi nærri sér en hún hefur lengi barist fyrir jafnrétti kynjanna og því væri þessi nálgun algjörleg úr takti við karakter hennar.

SHARE