Dóttir Jamie Lee Curtis kemur fram opinberlega í fyrsta skipti sem transkona

Þrátt fyrir heimurinn sé orðinn miklu opnari og skilningsríkari getur verið gríðarlega erfitt fyrir fólk að koma útúr skápnum opinberlega. Að koma út úr skápnum þýðir í raun að leggja niður allar varnir gegn því að verða fyrir mögulegri höfnun. Fyrir foreldra þar sem börn hafa ákveðið að taka þetta skref, getur þetta verið krefjandi reynsla sem krefst skilnings og yfirvegun. Leikkonan og aðgerðarsinninn Jamie Lee Curtis þekkir þetta af eigin reynslu og nálgun hennar og samband við transdóttur sína Ruby er okkur öllum hvatning.

Jamie Lee Curtis er leikkona og aðgerðarsinni sem hefur alltaf látið ljós sitt skína þegar kemur að jafnrétti. Hún er ötul baráttukona fyrir breytingum í samfélaginu og að vekja athygli á mannréttindum. Henni er sérstaklega umhugað um transfælni sem hún hefur orðið vitni að í daglegu lífi og hefur talað mjög opinskátt um þessi málefni í viðtölum. Hún sagði: „Jamie Lee Curtis er hrædd og þú ættir að vera það líka. Og Jamie Lee Curtis hefur rödd og hún er að reyna að nota hana. Og þú ættir að gera það sama. Þannig breytum við hlutunum. Við hugsum um þau, lærum um þau og notum síðan raddirnar til að vekja athygli á þeim og berjumst gegn þeim.“

Jamie Lee og eiginmaður hennar Christopher Guest eiga tvær ættleiddar dætur, Annie, 35 ára og Ruby sem nú er 26 ára. Yngri dóttir þeirra Ruby kom út sem trans árið 2020 og dagurinn sem hún tilkynnti foreldrum sínum þetta er líklega einn sá eftirminnilegasti í huga móðir hennar og hennar sjálfrar. Ruby lýsti tilfinningum sínum í viðtali: „Þetta var skelfilegt – bara sú staðreynd að segja þeim eitthvað um mig sem þau vissu ekki nú þegar. Þetta var ógnvekjandi – en ég hafði svo sem ekki miklar áhyggjur. Þau höfðu alltaf veitt með svo mikinn stuðning og skilning allt mitt líf.” Sem dygg móðir, hikaði Jamie Lee ekki við að styðja við gjörðir og skoðanir dóttur sinnar. En hún þurfti að læra nýja hluti eftir að barnið hennar kom út sem trans og hún lýsti því hreinskilnislega og sagði: „Þetta er eins og að tala nýtt tungumál, að læra ný hugtök og orð. Ég er ný í þessu og er ekki sú sem þykist vita allt um þetta. Ég ætla að tækla það, ég mun gera mistök en ég mun reyna að forðast að gera stór mistök.”

Kvikmyndastjarnar er virkilega stolt mamma. Henni þykir vænt um umskipti dóttur sinnar og segir: „Ég horfði af undrun og stolti þegar sonur okkar varð dóttir okkar Ruby.

Á þessu ári kom Ruby Guest fram í fyrsta skipti opinberlega á rauða dreglinum eftir að hafa komið út sem transkona. Hún mætti ​​á frumsýningu Halloween Ends LA ásamt móður sinni. Frumsýningin var fjölskylduviðburður og Ruby kom ásamt systur sinni til að styðja móður þeirra á heimsfrumsýningu myndarinnar. Allar þrjár konurnar voru glæsilegar á viðburðinum þar sem þær klæddust hver um sig löngum kvöldkjólum. Ruby var í silfurfléttum kjól og svörtum jakka og hélt í hendi móður sinnar er þær gengu rauða dregilinn. Á Instagram skrifaði Jamie Lee stuttan en mjög tilfinningaþrunginn texta um móðurtilfinningar sínar á þessum sérstaka degi. Hú setti mynd af sér og dætrum sínum og undir myndina skrifaðu hún „Fjölskyldan mín. Stoltasta móðir, stuðningur.”

Instagram will load in the frontend.

Það verður að segjast að Jamie Lee Curtis er mögnuð móður og veitir mér ásamt milljónum mæðra svo mikinn innblástur.

SHARE