Færðu ekki nóg af Kim Kardashian? Langar þig til Hollywood? Veltirðu því stundum fyrir þér hvernig stjörnulífið er í raun? Hvað með hinn þyrnum stráða veg smástirna sem leiðir á toppinn?

 

Örvæntu eigi! Kim nokkur Kardashian setti á markað fyrir stuttu – óheyrilega ávanabindandi leik sem ber einfaldlega heitið:

Kim Kardashian: Hollywood

screen520x924 (1)

Eins fáránlegt og það nú hljómar – þá er markmiðið að skapa þína eigin stjörnu sem klífur metorðastigann í kvikmyndaborginni. Þá er ekki hægt að leika Kim sjálfa, heldur staðgengil hennar sem smám saman otar sér lengra í glamúrheiminum; leikar hefjast með því að viðkomandi er aðstoðarmaður fræga fólksins – en gangi vel – endar persóna leiksins á toppi veraldar, glamúrklædd og stjörnum skŕydd.

 Eitt verður sagt um stúlkuna sjálfa, sem kann að vera yfirborðskennd, að hún kann á viðskiptaheiminn. Leikurinn, sem hljómar hálf fáránlega við fyrstu athugun, er orðinn svo vinsæll að opinberir starfsmenn ábyrgðarstofnanna í Bandaríkjunum eru farnir að tísta um stöðu sína í leiknum. 

1406027575-screen_shot_2014-07-21_at_101017_pm

Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, þannig hefur Kardashian klanið (eða Kim, öllu heldur) þegar rakað inn milljónum á útgáfu farsímaleiksins og er ekkert lát á vinsældunum. Appið sjálft má nálgast HÉR en að neðan fer ansi sérstæð YouTube útgáfa af leiknum í heild sinni.

Það er ekki öll vitleysan eins … myndir þú leyfa dóttur þinni að feta í fótspor Kim?

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”P9773c6V29g”]

SHARE