Kynlíf: Kryddaðu það örlítið á degi elskenda – 10 hugmyndir

Jæja, dagur elskenda. Ef það er ekki tilefni fyrir einhverskonar kviknakið húllumhæ þá veit ég ekki hvað. Veltum upp nokkrum hugmyndum:

1. Gerið það standandi. Það þarf ekki rúm í slíkt athæfi, né að fækka fötum ef út í það er farið. Bara vippa öllu niður um sig og hefjast handa. Upp á eldhúsbekk, upp við vegg, næstu hurð – gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Einn snöggur og standandi getur verið ótrúlega æsandi.

01-vday-sex-moves-w724

2. Fáðu þér nærbuxur með innbyggðum titrara sem maki þinn getur séð um að stjórna. Svo má skreppa út að borða – í þar til gerðum nærbuxum, auðvitað. Skoðaðu úrvalið hérna.

02-vday-sex-moves-w724

3.  Horfið á klám saman. Ræðið hvað ykkur fannst mest æsandi og leikið það eftir.

14-vday-sex-moves-w724

4. Handjárn – þau má nota á ýmsa vegu. Farið á Fifty Shades of Grey í bíó og fáið innblástur.

Handcuffs-Black

5. Hjálpartæki – verslaðu þér ný og skemmtileg hjálpartæki. Eða opnaðu dótaskúffuna sem safnar ryki. Úrvalið af slíkum tækjabúnaði nú til dags er eiginlega orðið ótrúlegt. Um að gera að vera með puttann á púlsinum í þeim málum.

06-vday-sex-moves-h724

6. Notaðu tónlist. Fáðu maka þinn til þess að setja saman lista með uppáhalds rólegu lögunum sínum. Settu síðan á hann heyrnatól og láttu listann rúlla. Bittu svo fyrir augun á honum – þannig verður hann miklu næmari fyrir allri snertingu. Strjúktu, nuddaðu, kysstu og gerðu hann trylltan.

05-vday-sex-moves-w724

7. Farið saman í sturtu eða bað. Hressandi, æsandi og skemmtilegt. Í sturtunni má bregða á leik með sturtuhausinn, svo eitthvað sé nefnt.

morningafter22n-2-web

8. Farið í fatapóker, hljómar kjánalega en getur verið spennandi. Ekki bjóða nágrönnum eða öðrum kunningjum. Þessi póker er bara fyrir tvo.

00002a98

9. Nuddið hvort annað – notið nuddolíu og stundið svo skemmtilega sleipt kynlíf á eftir.

couple-massage

10. Kryddið kúrið dálítið – liggðu á hliðinni og láttu hann koma fyrir aftan þig. Dragðu hnéin að bringu og hann fer inn í þig.

03-vday-sex-moves-w724

Tengdar greinar:

Kim Kardashian ræðir um kynlíf: ,,Það er best aftan frá“

Kynlífið og hversdagurinn: „Þrjár klassískar með kryddi”

Kendra tjáir sig um kynlíf með Hugh Hefner: Hún var 18 og hann 78 ára

SHARE