7 merki um að þú sért gott foreldri, jafnvel þó þú sért efins um það

Það reyna flestir foreldrar að vera hinir fullkomnu foreldrar fyrir börnin sín. Sumir eru strangari en aðrir en þegar öllu er á botninn hvolft eru flestir að gera sitt besta. Á síðunni Bright Side voru tekin saman 7 atriði sem gera þig að góðu foreldri.

1. Barnið segir þér frá vandamálum sínum

Það er frábært þegar barnið þitt segir þér frá árangri sínum og afrekum. En það er miklu mikilvægara fyrir þau að geta sagt þér frá vandamálum sínum. Það er ekkert nema bara eðlilegt að vilja segja einhverjum frá vandamálum sínum og fá stuðning og bara að einhver vilji hlusta á okkur. Börn fá aukinn skilning á að lífið er allskonar og heimurinn endar ekki þó manni verða á mistök.

2. Þú leggur ekki alla áherslu á að fá „frábærar einkunnir“

Barnið þitt ætti ekki að vera hrætt við að segja þér frá því ef það fékk lélega einkunn í skólanum. Ef börnin eru hrædd við viðbrögð foreldra sinna geta þau farið að fela einkunnirnar og hrædd við viðbrögð foreldranna þegar upp kemst um sannleikann. Góðir foreldrar útskýra fyrir barni sínu að einkunninn sé ekki aðalmálið heldur að öðlast þekkinguna sem fylgir náminu. Það eru margir með prófkvíða og gengur því ekki vel í prófum þó að þekking þeirra sé nokkuð góð.

3. Það eiga allir sitt einkasvæði sem er virt á heimilinu

Margir foreldrar vilja að börnin þeirra banki áður en þau koma inn í svefnherbergi en eru ekki sjálf að fylgja þeirri reglu. Ef þú bankar áður en þú opnar inn til barnanna þinna, verður þeim ljóst að herbergið þeirra er þeirra griðarstaður og það sé virt af fjölskyldunni.

4. Þú ert ekki sífellt að gagnrýna barnið þitt

Góðir foreldrar gagnrýna börnin sín á þann hátt sem brýtur þau niður. Niðurbrot eru falin í að segja börnum þínum að þau séu vitlaus eða löt eða annað slíkt. Svona orð geta valdið barninu óöryggi í langan tíma, jafnvel að eilífu. Veldu orðin þín vandlega og segðu nákvæmlega hvað það er sem veldur þér vonbrigðum og ekki beita barnið andlegu ofbeldi með ljótum orðum um þau.

5. Þú viðurkennir mistök þín og biðst afsökunar

Það gera allir mistök: börn og fullorðnir. Hins vegar gleyma flestir foreldrar að þeir þurfa ekki aðeins að kenna börnum sínum að biðjast afsökunar, heldur einnig að sýna þeim hvernig á að gera það. Ef þú áttaðir þig á því að þú brást of harkalega við skaltu ekki vera feimin/n við að biðja barnið þitt afsökunar. Sá sem getur viðurkennt veikleika sína er sterk manneskja.

6. Þú þröngvar ekki áhugamálum þínum upp á börnin þín

Börn ættu að gera það sem þeim finnst skemmtilegt en ekki það sem þú hefur gaman að. Það er frábært ef foreldri spilaði fótbolta og barnið hefur sama eldmóð fyrir því að spila fótbolta. En ef barnið hefur ekki sömu áhugamál og langar að æfa dans eða skák þá er mikilvægt að virða það og hvetja þau áfram í því. Það er ekki rétt að þröngva sínum draumum upp á börnin sín.

7. Þú treystir því sem barnið þitt segir

Þetta er eitthvað sem getur gerst. Foreldrar eru kallaðir á fund í skólanum vegna þess að barnið á að hafa hagað sér illa. Í stað þess að fara heim og garga á barnið sitt til að fá upplýsingar um hvað gerðist er ákjósanlegra að setjast niður með barninu og spyrja út í það sem gerðist. Kannski er þetta alls ekki barninu að kenna og það þarf í raun og veru þína aðstoð til að takast á við ástandið. Þú kemur á fundinn betur undirbúin/n og getur sagt frá upplifun barnsins á aðstæðunum.


Sjá einnig:

SHARE