Þrautagöngu Lindsay Lohan virðist seint ljúka en stúlkan tilkynnti lögregluyfirvöldum í Manhattan að maður á hótelherbergi hennar hefði veist að henni snemma í morgun. Lindsay tók manninn með sér upp á herbergi sitt, þegar þangað var komið hófst mikið rifrildi vegna mynda sem maðurinn hafði tekið af Lindsay á símann sinn. Þegar Lindsay reyndi að taka símann af honum réðst hann á hana, kýldi hana og þjarmaði að hálsi hennar. Það var þó ef til vill lán í óláni að Lindsay náði að slíta sig lausa frá árásarmanninum í tæka tíð og hljóp eftir hjálp. Lögreglan hefur handtekið manninn og bíður hann ákæru.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here