Maggi mix með góð ráð fyrir karlmenn

Flest þekkjum við Magga Mix, en hann hefur örugglega náð að láta margan Íslendinginn brosa. Maggi er einlægur og segir alltaf það sem honum finnst og það kunnum við að meta. Maggi deildi nýlega með facebook vinum sínum nokkrum ráðum fyrir karlmenn. Hérna verða þau talin upp:

10 góð ráð sem maður getur notað þegar maður umgengst konur.

1. Ekki slá þær, berja þær, sýna hnefann eða hóta þeim því.
Það er mjög ljótt að leggja hendur á konur og alveg stranglega bannað.

2. Ekki halda framhjá konum.

Að kyssa aðrar konur meira en mömmukoss er framhjáhald.
Ef það flokkaðist ekki undir framhjáhald þá væru bara allir að nýta sér þetta og kyssa hinar og þessar og segja svo bara þetta er ekki framhjáhald.

3. Ekki ljúga að konum ef þú fékkst þér 20 bjóra ekki segjast hafa bara fengið þér 2.
Konur eru ekki heimskar og sjá alveg og finna á lyktinni að þú hafir fengið þér meira en 2 bjóra halló.

4. Og ef þú ferð til vinar þíns að horfa á leikinn þá ferðu aðeins þangað ekki til vinnukonunnar og bangar hana í drasl.
Ef þú ert í sambandi þá ert þú aðeins í því sambandi ekki bara hamast á örðum konum á meðan þú ert með eina heima bíðandi eftir þér, elskar þig og eldar matinn ofan í þig á meðan þú hamast á annarri.
það er stranglega bannað og ekki villtu að hún væri að hamast á öðrum á meðan þú veist ekki af því haaaaa.

5. Að dansa við aðrar dömur á djamminu er ekki frammhjáhald en, að kyssa, faðmast og snerta rass og brjóst þó svo það sé ekki verið að snerta beran bossann eða ber brjóstin flokkast það undir káf og allt slíkt bakvið makann er flokkað sem framhjáhald allavegana að mati Mixarans.

6. En svo er til framhjáhaldsskal sem er þannig að það er munur á að negla aðra dömu eða aðeins kyssa hana.
Ef aðeins er verið að kyssa dömuna á djamminu og dansa þá er kannski hægt að ræða málin en ef við erum að tala um nekt eða kvöldstund þá er það alvarlegra.
Svo er það ef viðkomandi kærasti stundar framhjáhald eða hittir aðrar konur í laumi meira en einu sinni þá er í 85% tilvikum ekki hægt að breyta því.
En þó er alltaf hægt að ræða málin og sættast.
Annars er það þannig að ef kærastinn eða maðurinn þinn er að halda framhjá á annað borð þá þýðir það bara eitt að þú sért ekki nóg fyrir hann.

7. Ekki öskra á konur og skipa þeim fyrir verkum engin á að gera það við neinn.
Að öskra, skammast, vera með leiðindi gerir ekki lífið betra.
Hægt er að segja í blíðu ástarmolinn minn værir þú til í að elda kjúkling í kvöld elsku rúsínu krúttið mitt.
Eða elskan ertu í stuði til að ná í hreina sokka handa mér yndið mitt.
Ekki bara öskra helvítis kerlinga tussa drullastu til að fokking ná í helvítis hreina sokka handa mér hóran þín.
Það má ekki segja svona, frekar nota falleg orð í staðinn og ef hún segir nei þá gerir þú það sjálfur þegjandi og hljóðarlaust.

8. Ekki prumpa ropa hósta æla eða því um líkt á konur.
ef þú ælir á konuna þína eða kærustuna á djamminu þá er það ávísun að nú sé komið gott af drykkjunni.
Þegar maður drekkur á djamminu, skemmtun eða öðrum samkomum þá á maður ekki að drekka sig dauðann.
Ef þú ert með vinum þínum, í vinnu partý eða einn á báti er allt í lagi að drekka eins og þú vilt en ekki fyrir raman dömurnar kærustuna eða konuna.
Konur fíla ekki subbulega karla.

9. Ef konan segir nei við kynlífi, samförum, kossi, totti eða hvað svo sem það kallast þá er það nei.
Ef þú ferð heim með stelpu sem dæmi og langar uppá hana eða eitthvað því um líkt og hún segir nei þá er það nei punktur og pasta.
Ef þú sefur hjá konu án leyfis eða samþyggis þá er það nauðgun og Mixarinn líður ekki nauðganir og ætti að læsa alla nauðgara í klefa og kenna þeim lexíu.

10. Ekki hugsa um konur sem uppblásnar dúkkur sem þú getur blásið upp hvenær sem er og kastað bara út í horn.
Konur eru yndislegar og mjög nauðsynlegar í lífinu.
Án kvenna væri lífið dapurlegt og mjög leiðinlegt.
Konur elska föt og það má ekki skamma þær fyrir að kaupa föt eða skó eða snyrtivörur því þær hætta því ekki.
En það má kannski alveg minnka það ef mánaðar peningurinn er lítil.

Ps. Ef þú ferð eftir þessu og bætir þig þá munt þú eiga besta ástarsamband og lífið væri miklu betra.
Muna að það sem ég skrifa á ekki endilega við um alla eða allt.
Kv. Maggi Mix

Maggi er með þetta á hreinu. Maggi er yndislegur.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here