Sigga Kling vill fá nærbuxurnar ykkar! – Myndband

Okkur er það mikill heiður að fá Siggu Kling í lið með okkur hérna á Hún.is. Sigga ætlar að vera með spjall hjá okkur að minnsta kosti 1 sinni í viku og mun hún deila sinni visku með okkur af sinni alkunnu snilld.

Í þessum þætti segir Sigga okkur frá nýjasta verkefni sínu, en hún ætlar að láta búa til samfesting fyrir sig. Ef þið viljið vera með í þessu skemmtilega verkefni hennar Siggu þá skuluð þið koma með nærbuxur, já eða senda þær á Sóltún 26 í Reykjavík merktar Hún.is co/Sigga Kling.

 

„Þið getið skilið við kallinn, þú getur skilið við fósturjörðina, krakkana, en þú verður að vakna og sofna með sjálfri þér“

SHARE