Skotið á bíl Denise Richards

Leikonan Denise Richards varð fyrir hræðilegri og hættulegri lífsreynslu síðastliðinn á mánudagi þegar skotið var úr byssa á bíl hennar. Denise var á leið í Popsicle Studio L.A. með eiginmanni sínum, Aaron sem keyrði bílinn. Aaron var í erfiðleikum með að finna staðinn og keyrði hægt sem pirraði greinilega bílstjórann fyrir aftan þau.

Aaron hleypti manninum framúr en það var greinilega ekki nóg. Maðurinn tók upp byssu og skaut í átt að þeim hjónum og endaði byssukúlan í afturhlið bíls þeirra. Sem betur fer slasaðist enginn. Eins og við mátti búast varð Denise mjög skelkjuð og átti erfitt með að halda aftur af tárum sínum þegar hún mætti ​​á tökustað. Starsmaður myndversins sá skotgatið á bílnum og hringdi strax í 911. Ekki er vitað á þessari stundu hvort maðurinn sé fundinn.

SHARE