Snooki var ekki lengi að missa óléttukílóin. (myndir)

Snooki vinkona okkar úr Jersey Shore hefur verið heldur betur dugleg að deila með aðdáendum sínum myndum af sér & nýfæddum syni sínum. Það er ekki að sjá að hún hafi eignast barn fyrir nokkrum vikum en hún virðist vera að hverfa stúlkan. Snooki var, eins og flestir sem hafa fylgst með Jersey Shore muna, kölluð kjötbollan þar sem hún var lítil og örlítið þybbin. Nú virðist vera að Snooki sé grennri en hún hefur nokkurn tíman verið og segir hún að það sé allt brjóstagjöfinni að þakka. Aðspurð segir Snooki að það að borða hollan mat & að gefa syni sínum brjóst hafi hjálpað mikið við að missa óléttukílóin.

Það er auðvitað yndislegt að gefa brjóst og alveg frábært þegar mömmur hafa tök á því, enda líklega besta næring sem barnið þitt getur fengið. Það er oft sagt að brjóstagjöf hjálpi til við þyngdartap hjá nýbökuðum mæðrum en það ætti að vera aukaatriði enda aðalmálið það að barnið þitt fær bestu mögulegu næringu. Í Hollywood keppast stjörnurnar um að missa óléttukílóin á sem styðstum tíma og það má deila um hvort það sé heilbrigt eða ekki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here