Stjörnuspá fyrir júlí 2022 – Vogin

Vinnan þín, sem er ekki alltaf mjög auðveld, mun bera ávöxt í júlí. Þú sýnir það og sannar að stundum eru breytingar það besta til að laga gömul sár. Þú munt læra að elska sjálfa/n þig almennilega í þessum mánuði, sem hefur aldrei verið þér mjög auðvelt. Þú hefur lært svo ótalmargt um lífið á þessu ári og ert tilbúin/n að vera þinn besti vinur og bera höfuðið hátt.

Þú hefur yfirleitt ekki verið þekkt/ur fyrir mikla þolinmæði, en þú munt finna fyrir miklum létti þegar kemur að samskiptum við aðra. Þú veist hvenær þú átt að ganga í burtu og taka ekki slaginn.