Stjörnuspá fyrir júlí 2022 – Nautið

Júlí verður tileinkaður skemmtun og þó þú verðir eitthvað að vinna þá muntu samt njóta þess. Þú ættir aðeins að passa upp á peningamálin þín og eyða ekki peningum í vitleysu. Þú vilt ekki lenda í skuldasúpu eftir sumarið.

Þú verður að passa samt að hausinn á þér komi ekki í veg fyrir að þú hafir gaman. Ekki hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni, því núið er það eina sem skiptir máli. Ástarlífið þitt mun blómstra í júlí. Njóttu þess.