Stjörnuspá fyrir október 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember – 21. desember

„Ég er ekki hér til að eignast vini“ gæti verið mantran þín í október. Þú elskar áskoranir og hefur gaman að því að fara fram úr væntingum fólks. Ef fólk heldur að eitthvað sé ómögulegt, þá vilt þú sanna að það sé ekki rétt. Þú vilt ekki vera inni í þægindarammanum og ert náttúrulegur landkönnuður og elskar að ferðast. Í samskiptum ertu að læra að setja fólki mörk og ert ekki mikið í því að reyna að fjölga vinum þínum. Fjármálin hjá þér eru alveg að fara að komast á réttan kjöl.