Stjörnuspá fyrir október 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar – 20. mars

Það verður mikið að gera hjá þér í október og þú ert full/ur af innblæstri. Þú býrð til góðan haustlegan mat og vinnur að því að skapa eitthvað. Þú ert líka að átta þig á því að í staðinn fyrir að vera VINUR ALLRA er betra að eiga færri, en góða vini. Fjármálin eru að glæðast og þú finnur fyrir eldmóði og miklum drifkrafti. Þú hefur mikinn tíma fyrir sjálfa/n þig í þessum mánuði elsku Fiskur og þú munt njóta þess í botn.