Stjörnuspá fyrir október 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní – 22. júlí

Október er tímabil þar sem Krabbinn verður svolítið heimakær, en það hafa orðið nokkrar mikilvægar breytingar á þessu ári. Það er eitthvað að breytast í fjölskyldumynstrinu hjá þér, hvort sem það er vegna aldraðra foreldra, fjarlægðar við systkini eða óyfirstíganlegs drama, þá er eitthvað að breytast í fjölskyldu þinni. Þú átt það til að finna fyrir afbrýðissemi og eigingirni og skalt vera vakandi fyrir því í öllum samskiptum. Reyndu líka að hætta að ofhugsa allt og finndu leið til að sleppa tökunum.