Stjörnuspá fyrir október 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí – 22. ágúst

Þú þarft að sækjast eftir því sem þig langar í og hættu að bíða eftir að hlutirnir gerast að sjálfu sér. Það mun ekki gerast. Þú færð frábær tækifæri þegar kemur að vinnunni en það þýðir ekki að þú megir bara halla þér aftur og slaka á. Ekki stytta þér leið. Eitthvað sem þú hefur lengi þráð eða haldið leyndu kemur upp á yfirborðið og það getur valdið drama og hasar en á sama tíma geturðu fundið aukinn metnað og tilgang. Þú þarft að láta vaða í nokkur erfið samtöl og taka djarfar ákvarðanir. Mundu að þú getur ekki gert allt ein/n og það er allt í góðu að leita til annarra.