Stjörnuspá fyrir október 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst – 22. september

Það verður einhverskonar hreinsun í október hjá þér kæra Meyja. Þú hefur notað ágúst og september til að horfa inná við og hugsa um heilsuna þína, en nú ertu tilbúin/n að henda öllu sem passar ekki inn í lífið þitt og byrja á nýjum lífsstíl. Þú hefur aðeins eytt um efni fram í sumar en það er að komast jafnvægi á fjármálin þín um þessar mundir. Þú mátt samt alveg nota smá peninga í sjálfa/n þig og heilsuna þína. Fjölskyldulífið gengur vel og fjölskyldan stendur við bakið á þér.