Stjörnuspá fyrir október 2023 – Nautið

Nautið
20. apríl – 20. maí

Október mun fara rólega af stað hjá þér kæra Naut. Það gætu orðið miklar tafir á einhverjum verkefnum sem veldur streitu og sviptingum í vinnumálum. Ef þú hefur í hug að fara að skipta um starf skaltu bíða með allar svoleiðis hugsanir þangað til um miðjan mánuðinn. Samband þitt við fjölskyldu hefur vaxið og breyst svo mikið síðan í júní og það hefur verið svona „gott/vont“. Notaðu næstu vikurnar til að skipuleggja þig, hlúa að sköpunargáfu þinni og hlúa að þínu innra barni. Ástarsambönd ganga vel í október og þeir sem eru að leita að ástinni gætu fundið hana á ólíklegasta stað.