Stjörnuspá fyrir október 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október – 21. nóvember

Nú er tíminn til að vera þú. Slepptu tökunum og leyfðu þér að vera nákvæmlega eins og þú ert. Losaðu þig við það sem þjónar engum tilgangi lengur. Kannaðu hvað það er sem vekur upp ástríðu hjá þér, áhugamál og markmið og gerðu áætlun um að hlúa að því sem þú elskar. Einbeittu þér að því að slaka á og hreyfa þig reglulega og það getur verið góð hugmynd að læra einhverskonar hugleiðslu. Fjölskyldan er til staðar fyrir þig og þú skalt njóta þess að eiga sterk bönd við þína nánustu.