Stjörnuspá fyrir október 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember – 19. janúar

Mánuðurinn byrjar kannski ekki alveg eins og þú hefðir viljað og það verða einhverjar hindranir á vegi þínum. Þú verður að passa þig á því hvernig samskipti þín eru við annað fólk. Þú gætir fengið einhverja smá haustflensu en ef þú borðar hollan mat og stundar líkamsrækt reglulega mun það styrkja ónæmiskerfið þitt mikið. Þú gætir lent í einhverskonar misskilningi sem er væntanlega vegna skorts á samskiptum, en þú getur átt erfitt með að tjá þig. Reyndu að koma hugsunum þínum og tilfinningum í orð og þér munu verða allir vegir færir.