Stjörnuspá fyrir október 2023 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí – 20. júní

Sköpunargáfa þín og orka verða allsráðandi í október. Ágúst og september fóru í að kafa svolítið í grunninn þinn og æskuna og horfast í augu við sannleikann. Núna ertu tilbúin/n að sleppa tökunum og breyta sorginni í gleði. Rómantíkin er í loftinu hjá þér í þessum mánuði en þú ættir að skoða hvort sambandið sem þú ert í dag sé bara stundargaman eða til framtíðar. Ef þú ert ekki í sambandi skaltu hafa augun og hjartað opið og einhver sem þú hefur ekki trú á að geti verið fyrir þig, gæti akkúrat verið sú/sá eina/i rétta/i.