Stjörnuspá fyrir október 2023 – Vogin

Vogin
23. september – 22. október

Það hefur verið brjálað að gera hjá þér í sumar en október er mánuðurinn þar sem þú munt safna upp orkunni þinni á ný. Þú ert mjög mikið til í kósýkvöld um þessar mundir og það verður einhverskonar heilun hjá þér eða andleg framför, sem verður til þess að þú færð sjálfstraustið til að sleppa tökum á því sem þjónar engum tilgangi lengur. Þú ert mikið sjarmatröll og hefur mikinn sannfæringarkraft og þú mátt alveg nota þér það. Keyptu eitthvað fallegt handa sjálfri/um þér. Margir öfunda þig af hversu einfalt lífið þitt virðist, hvort sem það er það eða ekki, þá lítur þú alltaf út fyrir að vera í jafnvægi.