Stjörnuspá fyrir september 2022 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Þú ert alltaf að hugsa um að sigra heiminn en þú þarft að einbeita þér að heildarmyndinni. Tækifærin munu koma til þín en þú verður að sýna þolinmæði. Mundu að það er allt í lagi að taka eitt skref til baka og slaka aðeins á. Heitt bað, nudd eða skemmtilegt áhugamál gerir mjög mikið fyrir þig.

Þú ættir að nota alla þína umfram orku til að einbeita þér að sambandinu þínu, ef þú ert í sambandi, og brjóta upp félagslega einangrun og spennu. Í staðinn fyrir að rífast ættirðu að prófa að eiga uppbyggileg samtöl.

Haltu áfram að læra af fólkinu í kringum þig án þess að hafa áhyggjur af „egó-inu“ þínu. Það getur haft mikið að segja varðandi framtíð þína í starfi, að hlusta og læra af öðrum.