Stjörnuspá fyrir september 2022 – Nautið

Nautið
20. apríl — 20. maí

Það gæti verið að það verði mikið að gera hjá þér á næstunni. Þú verður að hlusta á hjarta þitt og fylgja því. Þú ert ákveðin/n og sjálfstraustið þitt er meira en vanalega og það hjálpar þér að ná árangri. Það geta orðið einhverjar vendingar í ástarmálum þínum. Munið að vera jákvæð og tala um jákvæða hluti og njóta góðu tímanna.

Fjármálin gætu farið að blómstra og þó svo að það verði hæðir og lægðir í vinnunni hjá þér, verða peningarnir ekki vandamál. Ef þú ert í námi er september klárlega mánuðurinn til að einbeita sér að náminu. Þú þarft að opna huga þinn og vera opin fyrir því að víkka sjóndeildarhringinn þinn. Áður en þú hellir þér yfir einhvern, skaltu hlusta á viðkomandi, hlusta á þá og eiga samtal um viðfangsefnið.