Stjörnuspá fyrir september 2022 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Á fullu tungli í þessum mánuði muntu fyllast orku og eldmóði. Það mun verða til þess að þú ferð að skoða öll sambönd þín, á góðan og slæman hátt. Hvaða fólk er hollt fyrir þig að vera í kringum og hvaða fólk hefur neikvæð áhrif á þig? Þú þarft að taka aðeins til í þessum málum en mundu bara að þó þú sért ekki alltaf við stjórnvölin í samskiptum, þarf það ekki að þýða að samskiptin séu slæm. Það er gott og blessað að hafa markmið en mundu það að margt getur breyst á einni nóttu.

Til þess að uppfæra þekkingu þína getur verið að þú finnir þig knúna/inn til að eyða meiri pening í áhugamál. Ekki byrja á neinu nýju samt og taka fljótfærnislegar ákvarðanir. Kannski ertu að fara að skipta um vinnu og það verður mikið að gera hjá þér og þú átt erfitt með að ná markmiðum þínum á réttum tíma.