Þessir foreldrar mega sækja börnin í skólann!

Foreldrar skólabarna í skólum vestan Kringlumýrarbrautar mega nú fara að huga að því að sækja börn þar, en aðeins ef þeir eiga auðveldlega tök á því að komast frá heimili eða vinnustað til skólans.

Foreldrar skólabarna í öðrum skólum höfuðborgarsvæðisins eru beðnir um að bíða átekta. Börnin verða áfram í skólunum og vel verður hugsað um þau þar til hægt verður að sækja þau eða flytja þau heim.

Unnið er í því að opna stofnbrautir og í kjölfarið opna út í hverfin. Gert er ráð fyrir að stofnbrautir verði ruddar á næstu tveimur tímum. Afar mikilvægt er að fólk sé ekki á ferli á meðan til þess að auka ekki álag á göturnar.

Þeir sem nauðsynlega þurfa að fara til eða frá Grafarvogi eru beðnir um að fara um Gullinbrú þar sem Víkurvegur er enn ófær.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here