Þreföld súkkulaði sæla – Uppskrift

Súkkulaðifíklar landsins sameinist og sjá við boðum ykkur mikinn fögnuð! Við höfum fundið uppskrift af súkkulaðiköku með ekki einni, ekki tveimur heldur þremur tegundum af súkkulaði! Hér í er dýrðin í nafni Martha Stewart!

Þreföld súkkulaði sæla

65 g hveiti
30 g ósætt kakó
150 g sykur
½ tsk matarsódi
¾ tsk lyftiduft
¼ tks salt
1 stórt egg (við stofuhita)
60 ml mjólk
60 ml vatn
3 msk matarolía
½ tsk vanillu extrackt
Súkkulaðimús (ljós og dökk)
60 g 52% dökkt súkkulaði

Hitið ofnin í 180°c og raðið 8 litlum bökunarformum (gott að nota þessi sem eru 9,3 cm í þvermáli) á ofngrindina og smyrjið vel að innan.

Hrærið hveiti, kakó, sykur, matarsóda, lyftiduft og salt saman í hrærivélar skál. Bætið egginu, mjólkinni, olíunni, vanillu extractinu og vatninu við og vinnið vel saman á lágum hraða.

Skiptið deiginu jafnt á milli bökunarformana og bakið þangað til prjón sem stungið er í kökubotninn kemur hreinn út eða í um 20 mín. Leyfið botnunum að kólna.

Lagið kökubotnana til og skerið þá þar til þeir eru um 2,5 cm háir og raðið á bökunarpappír. Skerið bökunarpappír í 11X28 cm langar ræmur (8 stk)  og vefjið utan um hvern kökubotn og festið með límbandi.

Setið súkkulaðimúsina í rjómasprautu og sprautið á hvern kökubotn. Kælið kökurnar þar til súkkulaðimúsin hefur harðnað og bætið við öðru lagi af ljósu súkkulaðimúsinni, kælið aftur.

Setið súkkulaðið inn í örbylgjuofn þar til það verður volgt en ekki bræða það. Rífið súkkulaðið með rifjárni og skreytið kökurnar með því

SHARE