Ef þú ert að leita að einhverjum til að elska, þá mælum við með sterkum konum. Sterka konan veit hvað hún vill, veit hvernig hún á að fá það sem hún vill, veit hvernig hún á að lifa lífi sínu til fullnustu og hún veit hvernig hún á að elska þig til baka án þess að fá samþykki eða blessun frá einhverjum öðrum. Sterk kona er án vafa ein af stórkostlegustu verum sem þú munt komast í tæri við. Haltu áfram að lesa og sjáðu af hverju þú ættir að vilja hafa sterka konu í lífi þínu.
1. Hún veit hvernig á að elska þig á móti.
Það er erfitt að gefa það sem þú hefur ekki. Það er ómögulegt að elska einhvern og vera sátt/ur þegar viðkomandi getur ekki elskað sig sjálf/ur, en það mun ekki koma fyrir þig þegar þú elskar sterkar konu. Hún elskar sjálfa sig og þess vegna kann hún að meta þig eins og þú ert og elskar þig þar af leiðandi til baka. Hún mun elska þig eins og þú átt skilið.
2. Hún mun veita þér innblástur.
Þegar lífið blæs á móti og þú heldur að þú ert kominn á endastöð, mun sterka konan vera til staðar og sjá til þess að þú komist áfram. Ákafi hennar og stundum vonlausa bjartsýnin mun veita þér innblástur til að halda áfram, þrátt fyrir mótlæti.
3. Hún er ekki hrædd við að mistakast.
Á meðan margir þarna úti eru skelfingu lostnir yfir því að mistakast, mun sterka konan skilja að mistök eru til að læra af þeim og nota þau sem tröppu fyrir næsta skref í lífinu. Hvernig er ekki hægt að elska manneskju sem er virkilega ekki hrædd við að reyna og gefa önnur tækifæri?
4. Hún er öll fyrir arfleifðina.
Á meðan margir einbeita sér að bílnum sínum, húsinu eða vinnunni, mun sterka konan vilja skilja eitthvað eftir sig sem mun veita öðrum innblástur til að breyta heiminum. Þær vilja gefa fólki í kringum sig kraft til að nýta krafta sína og finna tilgang sinn. Þær hvetja aðra til að lifa lífinu í þágu annarra og sjá lífið í víðara samhengi en bara útfrá sjálfum sér.
5. Hún getur hlegið af mistökum sínum.
Og hún hefur lært af þeim. Hún skilur að mistök eru bara partur af lífinu og ferðinni sem lífið er. Sterka konan getur hlegið og lært af mistökum sínum til að tryggja að mistök hennar eigi sér ekki stað aftur.
6. Hún getur verið viðkvæm.
Sterka konan skilur að það er mikilvægt að sýna viðkvæmni í sambandi. Þó að hún hafi sterkar taugar, er hún viljug til að hlæja og gráta af því að þær tilfinningar eru mikilvægur partur af lífinu.
7. Hún segir hug sinn.
Á meðan margir eru of uppteknir af því sem aðrir segja eða hugsa, mun sterka konan ekki vera hrædd við að segja hug sinn. Hún skilur að verðleikar hennar koma að innan, en ekki frá því sem aðrir segja eða halda um hana.
8. Hún veit hvenær hún á að þegja.
,,Sá vægir sem vitið hefur meira.” Það gagnast ekki að rífast við fólk sem veit ekki betur og hún veit það!
9. Hún kann að skemmta sér.
Hvort sem það eru tónleikar eða fótboltaleikir, mun sterka konan skilja að lífið er gert til þess að upplifa með fólki, en ekki endilega eftir því á hvaða stað þú ert. Hún getur lifað í augnablikinu og notið þess til fullnustu, án þess að hugsa of mikið um framtíðina. Hver veit sína framtíð hvort eð er?
10. Hún er ekki hrædd við breytingar.
Á meðan margir eru sáttir við að lifa lífi sínu innan þægindaramma síns, mun sterka konan taka breytingum fagnandi. Hún skilur að breytingar eru gjöfin sem lífð gefur þér, svo þú getur valið þér örlög þín. Það er þess vegna sem hún er ekki hrædd við breytingar, því hún notar það til að lyfta sér nær markmiðum sínum.
Sjá einnig: ÞETTA ER SEXÍ: Fimm eiginleikar sem kveikja í konum
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.