Hvað stjörnumerki daðra mest?

Það er farið að kólna í veðri og margir hugsa sér að það sé nú gott að geta átt einhvern að til að kúra með í vetur. Fyrir suma er það hið flóknasta mál að reyna að nálgast aðra manneskju á þennan hátt, kunna kannski ekki að eiga fyrsta skrefið og eru alveg vonlaus í að daðra. En fyrir aðra er daður eins og listgrein og er mjög náttúrulegt.

Hér eru þau 3 stjörnumerki sem eru bestu og mestu daðrararnir:

1. Vogin
(23. sept. – 21. okt.)

Vogin elskar sambönd svo þetta vingjarnlega, yfirvegaða loftmerki er efst á þessum lista. Tími Vogarinnar er haustið, þegar sólin fer lækkandi og þá þarf vogin einhvern sem jafnar hlutina út á vogarskálinni. Þegar Vog daðrar við þig, þá er hún á sama tíma að daðra við sjálfa sig. Þó Vogin elski ástina, þarf hún alltaf að vera skotin í einhverjum og hrósar öðrum alltaf mjög mikið. En athyglin sem Vogin veitir er ekki endilega persónuleg, heldur hefur hún mjög gaman að smá leikjum sem þýða ekki endilega neitt. Það er skemmtilegt og hún er mjög góð í svona samskiptum.

2. Sporðdrekinn
(22. okt – 21. nóv)

Sporðdrekinn er tilfinningalegt vatnsmerki sem stjórnað af rauðu plánetunni Mars. Sporðdrekar (þegar þeir eru í skapi fyrir það og Sporðdrekarnir geta alveg legið í dvala) hafa tilhneigingu til að skína af kynorku. Á meðan Vogin daðrar á fyndinn hátt, í orði, þá er Sporðdrekinn meira að daðra á líkamlegan hátt. Það er nær ómögulegt að heillast ekki þegar þú ert að tala við Drekann. Hann hallar sér að þér og gefur þér alla sína athygli og þér líður eins og þú sért eina manneskjan í heimi sem hann sér. Sporðdrekinn er samt ekki bara daðrari því ef hann fellur fyrir einhverjum þá fellur hann djúpt og innilega.

3. Bogmaðurinn
(22. nóv – 21. des)

Bogmaðurinn er eldmerki og er alltaf á ferðinni og að skipuleggja næsta ævintýri. Hann er líka ofsalega einlægur og finnur sig knúinn til að segja þér hvernig honum líður. Bogmaðurinn er líka mikill grínari í grunninn, svo stundum hljómar daðrið hans eins og grín, en honum er dauðans alvara. Þú veist ef Bogmaðurinn er hrifinn af þér, hann mun segja það hátt og skýr.

Heimildir: Purewow.com


Sjá einnig:

SHARE