7 vísbendingar um að hann sé lélegur í rúminu

Það hafa allir upplifað að eiga slæmt kynlíf. Ein kona segir frá því á YourTango.com að hennar fyrrverandi hafi komið fram við píkuna hennar eins og gat sem hann væri að bora í vegg. Annar segir hún að hafi aldrei vitið hvort hann væri að fara í píkuna á henni eða rassinn og virtist ekki rata mjög vel þarna niðri.

Það hafa farið fram ýmsar rannsóknir á þessu ákveðna viðfangsefni og við mælum með að þið kynnið ykkur þessar 7 vísbendingar um að maðurinn sem þú ert að sofa hjá, sé ekkert sérstaklega mikið „meðetta“.

1. Hann horfir mikið á klám

Flestir karlmenn elska klám. Hinsvegar, ef það er þannig að hann geti ekki komist í stuð án þess að horfa á klám á meðan, gæti kynlífið orðið frekar glatað.

Í rannsókn á þessu kom fram að þeir sem horfa of mikið á klám, þurfa alltaf meira og meira, og grófara og grófara klám til að það kveiki í þeim. Á endanum fer venjulegt kynlíf að vera mjög óspennandi og því verður erfitt að breyta og maður getur ekki endalaust haldið áfram að toppa það sem þið gerðuð síðast. Þannig er það bara.

2. Hann er með sveran háls

Þótt þykkur háls geti talist karlmannlegur getur það líka haft þær afleiðingar að viðkomandi sé ekki að fara að vera besti elskhugi sem þú hefur átt. Rannsókn frá 2013 leiddi í ljós að karlar með þykkan háls eru líklegri til að fá ristruflanir en karlar með mjóan háls. Ef ummál háls hans er meiri en 40 cm gæti það orðið til þess að hann næði honum ekki upp.

Svo næst þegar þú hittir mann skaltu ekki horfa á fætur hans eða hendur, heldur tékka á hálsinum á honum. Ef hann er með mjóan og langan háls, gæti hann verið sá besti sem þú hefur nokkurn tímann sofið hjá.

Sjá einnig: 7 frábærar ástæður til þess að stunda kynlíf í kvöld

3. Hann er með kæfisvefn

Þeir sem þjást af kæfisvefn hætta að anda í nokkrar sekúndur á meðan þeir sofa. Það veldur hrotum og rannsóknir hafa einnig tengt kæfisvefn við litla kynhvöt.

Árið 2009 kom út rannsókn sem sýndi að meira en 70 prósent karla sem greindust með kæfisvefn voru einnig með ristruflanir. Það er vegna skorts á testósteróni, en það eykst í svefni en minnkar þegar menn sofa ekki nógu mikið.

4. Hann er umskorinn

Það hvort maðurinn er umskorinn eða ekki getur haft áhrif á hvort hann sé góður í beddanum eður ei. Næst þegar þú hittir mann skaltu spyrja hann hvort hann sé umskorinn. Það getur bara haft áhrif á hversu frábær hann er í rúminu!

Í könnun sem um 5.000 karlar og konur lýstu kynlífsupplifunum sínum, kom í ljós að umskornir karlmenn sögðust hafa gaman að grófu kynlífi, þar sem það myndast húð utan um getnaðarliminn sem getur dregið úr næmni limsins.

Umskornir karlmenn eru líka þrisvar sinnum líklegri til að eiga erfitt með að fá fullnægingu. Ef hann er ekki að fá sáðlát gæti það haft áhrif á karlmennsku hans og þetta gæti haft slæm áhrif á kynlífið ykkar.

5. Hann er með breitt mitti

Samkvæmt Dr. Irwin Goldstein eru karlar með mittismál umfram 100 cm í meiri hættu með að vera með of háan blóðþrýsting, sykursýki, of hátt kólesteról og ristruflanir. Hann getur líka verið með lágt testósterón sem veldur lítilli kynhvöt.

6. Hann er með stuttan baugfingur

Leitaðu að manni með langan baugfingur. Rannsóknir sýna að þetta gefur til kynna mikla kynhvöt. Ef baugfingur hans er lengri en vísifingur fékk hann mikið testósterón í móðurkviði og það þýðir að hann mun mjög líklega hafa mikla kynhvöt.

Sjá einnig: Konur opna sig um sjálfsfróun

7. Hann er alltaf í vondu skapi

Ef maðurinn er alltaf tuðandi eða í vondu skapi, mun kynlífið vera í svipuðum dúr. Slæmt viðhorf drepur niður orkuna og andrúmsloftið. Ef hann er þunglyndur getur það jafnvel valdið ástandi sem kallast „anhendonia“, en það er ástand sem lætur þig ekki njóta ánægju, jafnvel í kynlífinu.

Heimildir: YourTango.com

SHARE