10 fáránleg ráð sem mæðrum eru gefin

Mæður og verðandi mæður lenda í því að fá allskyns ráð, ýmist góð og svo líka alveg hræðileg. Oft meinar fólk vel en stundum líður okkur nú samt bara eins og þetta sé afskiptasemi, flestar erum við búnar að lesa okkur mikið til áður en við verðum mæður og erum staðráðnar í að gera okkar allra besta, oftast spyrjum við bara ef við viljum ráð en sumir gefa okkur ráð algjörlega óumbeðnir. Hér eru talin upp nokkur ráð sem mæður hafa lent í að fá.

Hvað finnst þér um þessi ráð ?

 

1. Farðu heim og fáðu þér rauðvínssopa.  Í þetta skipti var það læknirinn sem sagði móður minni að skella sér bara heim og fá sér í glas, við vorum í Florida í fríi á þeim tíma og litli bróðir minn sem enn var á brjósti var mjög veikur. Við biðum eftir lækni í nokkra klukktutíma og þetta var “hjálpin” sem við fengum

 

2. Það er bannað að borða hnetur þegar þú gefur brjóst. 

 

3. Farðu ekki út með barnið nema í burðarpoka. Læknirinn hjá vinkonu minni gaf þeim þettqa ráð þó ótrúlegt sé. Barnið var of lítið fyrir pokann og hún hafði ekki kjark til þess í ÞRJÁR OG HÁLFA VIKU að fara út með hana.

 

4. Bíttu barnið bara á móti.  Barn vinkonu minnar ók upp á að bíta í vörtuna og hún leitaði ráða hjá bestu vinkonu mömmu sinnar. Hún kunni ráð. Bíttu barnið bara til baka, t.d. í handlegginn. Það kenndi dóttur minni lexíu !   er ekki allt í lagi?

 

5. Fáðu þér blund meðan barnið sefur. Ég veit alveg að það er vit í þessu en það getur verið mjög pirrandi fyrir unga móður þegar þetta er sagt við hana, við reynum það allar en ekki allar sem hafa tök á því.

 

6. Settu barnið bara í vögguna, lokaðu dyrunum og hækkaðu í í útvarpinu. Amma gaf mér þetta ráð, ég gæti ekki hugsað mér að gera þetta. Hún bætti reyndar við að hún hafi  aldrei gert þetta- en ég er nú ekki viss.

 

7. Barnið sefur betur á nóttunni ef það vakir dálítið á daginn.    Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja um þetta nú þegar ég er búin að takast á við svefnrugl í ellefu mánuði.

 

8. Ef ég ætti þetta barn myndi ég gefa því svolítið viskí á pelann.  Og þess vegna hef ég aldrei leyft henni frænku minni að koma nálægt barninu mínu.   

 

9. Láttu barnið aldrei gráta. Mér var sagt að ég ætti að svæfa barnið í fanginu hvert einasta kvöld. Ég veit ekki með það..

 

10. Þetta lagast  Líklegast erum við öll sek um að hafa deilt þessum viskuorðum. Við horfum á unga mömmu sem er að basla með barnið sitt sem er með magakveisu og áður en maður veit af er maður búinn að segja að þetta muni nú lagast. Foreldrar hafa flestir þessa reynslu og hafa alla samúð með ungu foreldrunum.  Líklega væri bara betra að segja einhver hvetjandi orð.

 

Hafa þér verið gefin einhver ótæk ráð ?

Sendu www.hun.is línu !

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here