10 góð ráð til foreldra sem geta haft jákvæð áhrif á fjölskyldulífið

Það getur verið mörgum strembið foreldrahlutverkið. Við erum alltaf að læra og viljum vitanlega það allra besta fyrir börnin okkar. Stundum getur verið gott að fá örlitla áminningu um að börnin okkar þurfa góðar fyrirmyndir, öryggi og hlýju. Þau mótast af uppeldi sínu að svo miklu leyti – vanda þarf til verka til að koma í veg fyrir vandkvæði seinna meir á lífsleið þeirra. Stundum finnst okkur við ekki vera að standa okkur nægilega vel í hlutverkinu, en það er mannlegt að takast ekki alltaf vel til. Það má þó alltaf góðu við bæta og hér eru nokkur ráð sem gætu hjálpað þér við uppeldið í þinni fjölskyldu.

images (2)

Sjá einnig: Hvað finnst þér um þessar uppeldisaðferðir? – Myndir

1. Vertu til staðar fyrir börnin þín þegar þau þurfa á þér að halda, ekki bara þegar þér hentar. Börn mæla kærleika í þeim tíma sem þau fá að eyða með okkur.

2. Ekki missa af fallegum augnablikum með barninu þínu af því að þú ert of upptekinn við það að ná augnablikinu á mynd til þess að deila því á samfélagsmiðla. Settu símann eða myndavélina frá þér og einfaldlega njóttu augnabliksins. Hvettu börnin þín einnig til að leggja frá sér sín tæki, svo sem síma eða tölvur. Fjölskyldur þurfa minni skjái og meiri augnsambönd og samskipti.

3. Settu skýrar reglur og væntingar en mundu að reglur án sambands eða samskipta geta leitt til uppreisnar hjá barninu. Allar reglur verða að koma af ástúð og með útskýringum annars gæti það leitt til uppreisnar, þó það gerist ekki alltaf. Mundu að sýna barninu þínu að þú elskir það.

4. Ekki reyna að láta þig líta út fyrir að vera fullkomin/nn. Vertu bara þú sjálf/ur við þau, því börnin eru ekki að leita að fullkomnun, heldur einlægni. Það er ekki gott fyrir barnið að halda að fullkomnun sé eðlileg. Þér má mistakast.

5. Þegar þú klúðraðir málunum skalt þú biðjast afsökunar. Það gerir þig ekki veikgeðja í augum barnsins en kennir því aftur á móti að biðjast afsökunar þegar við á. Það gerir það að verkum að því finnst ekki erfitt að biðjast afsökunar þegar það þarf þess.

6. Ef þú átt mörg börn, reyndu að eiga smá tíma fyrir hvert og eitt, því það gæti virkilega breytt andrúmsloftinu í fjölskyldunni. Börn þurfa að fá að vita að þau eru jöfn systkinum sínum og passa verður upp á að athyglinni sé beint um það bil jafnt á milli þeirra.

7. Kenndu börnunum þínum að vera heiðarleg fyrst og fremst, því að heiðarleiki er grunnur allra dyggða og traust er grunnur allra heilbrigðra sambanda.

8. Fyrir þá sem eru kristinnar trúar er hægt sér ráða í Biblíunni. Margir góðir punktar um uppeldi barna. Reyndu að koma barni þína á rétta braut frá byrjun og hjálpaðu þeim að halda sér á þeirri braut.

9 . Ekki setja hjónabandið þitt í pásu á meðan uppeldinu stendur. Þú gætir átt hættu á því að þegar hreiðrið er tómt og börnin farin að heiman, að þá fljúgi það sem eftir var af hjónabandinu líka út um gluggann. Það besta sem þú getur gert er að sýna börnum þínum gott fordæmi með sambandi þínu við maka þinn, til að leiða þau á rétta braut þegar þau finna sér maka.

10.  Sýndu börnunum þínum í framkvæmd og orðum að þú elskir þau. Þó að við klúðrum málunum að þau viti að það er í lagi, að enginn er fullkominn. Það kostar ekki meira en eitt knús og falleg orð til að breyta heilmiklu fyrir barnið þitt. Við erum öll þannig gerð að við þurfum áminningu að við erum elskuð, það á líka við um börnin okkar.

Sjá einnig: Er til hin eina rétta uppeldisaðferð? – Áhugaverðir þættir um mismunandi uppeldisaðferðir

SHARE