13 staðreyndir um sæði

Við höfum oft heyrt allskyns getgátur um sæði og erum eflaust ekki alltaf viss um sannindi þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir um sæði sem vert er að vita. 

 Sjá einnig: 5 ástæður fyrir því að sjálfsfróun er góð fyrir karlmenn

 

1.  5 dagar! Sæði getur lifað í allt að fimm daga inn í konunni eftir samfarir.

2. Það eru bæði karlkyns og kvenkyns sæðisfrumur í karlmanninum: Það sem ekki allir vissu er að kvenkyns sæðisfruman er sterkari en karlkynsfruman, svo það eru meiri líkur á því að kvenkyns sæðisfruman nái að frjóvga egg konunnar.

3. Hvað eiga appelsínusafi og sæði sameiginlegt: Bæði innihalda þau mikið magn af C-vítamíni, á meðan sæðið innihelgur einnig sítrónusýru og natríum og sink. Æskilegt þykir að maðurinn borði vel af mat sem er með mikið magn zinks til að styrkja sæðisfrumur sínar.

4. Hægt er að auka líkurnar á góðu sæði: Með því að borða hollan mat, ávexti og grænmeti, hreyfa sig reglulega og taka vítamín reglulega, munt þú auka líkurnar á því að sæðið sé í sínu besta ásigkomulagi.

5. Það getur verið gott fyrir andlitið: Það getur verið frábær andlitshreinsir og sagt er að það hjálpi til við að minnka hrukkur og línur í andliti og hefur norskt fyrirtæki sérhæft sig í slíku.

6. Það er klístarð af ástæðu: Sæði inniheldur ensím sem lætur það kekkjast. Sem betur fer er sæði ónýtt þegar það þornar en það getur líka átt við það efni sem það festist í, svo farðu varlega með það hvar þú setur sæðið.

7. Menn þurfa að fá sáðlát oft:  Ef vel á að vera, þarf maðurinn að hafa sáðlát oft til að halda sæðinu heilbrigðu.

8. Þráðlaus tækni: Wifi, fartölvur og símar geta mögulega haft áhrif á fjölda sæðisfruma og gæði þeirra hjá karlmönnum.

9. Slæmur lífsstíll: Óheilsusamlegt líferni getur haft neikvæð áhrif á sæðið, svo sem reykingar, drykkja áfengis og offita.

10. Ekki er talið æskilegt að vera í þröngum fötum:  Þröng föt geta heft blóðflæðið til eistnanna. Betra er að halda eistunum lausum frá líkamanum, svo þau haldist í kaldara hitastigi en líkaminn. Víðari buxur og nærbuxur eru æskilegar.

11. Hægt er að láta sæði bragðast betur:  Með því að borða mat sem inniheldur mikið af ávaxtaskykri, getur sæðið bragðast sætara.

12. Meðaltal: Um 40 milljón sæðisfruma koma út við sáðlát.

13.  Það eru ekki miklar líkur á því að manneskja geti verið með ofnæmi fyrir sæði: Ef þú telur svo vera, getur verið gott að kanna aðra möguleika, svo sem hvort líkur eru á því að þú ert með ofnæmi fyrir einhverju sem maki þinn er að nota eða innbyrða.

 

Sjá einni: Nýjung fyrir sæðisgjafa – Engar hendur!

SHARE