„14 ára og hef átt hræðilega barnæsku“ – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

————————

Ég er að verða 14 ára og hef lent í miklu, enginn á skilið að lenda í þessu öllu.

Frá síðustu árunum mínum í leikskóla til svona sirka 3. bekk þá var X að káfa á mér og snerta mig á stöðum sem ég vildi alls ekki, þetta gerðist daglega því að X var oft heima hjá mér.

Ég var alltaf með pínu utan á mér sem krakki og fannst það allt í lagi og var sátt með líkamann minn þangað til það var stofnaður læstur hópur á Facebook sem var verið að drulla yfir mig á og kallandi mig ljótum nöfnum eins og „ojj hvað þú ert feit“. Þarna fór allt sjálfstraustið mitt í rusl, ég gat ekki lengur farið í sund því að ég hélt að allir myndu horfa á mig og benda á mig því að ég var með pínu utan á mér. Ég hata sund ennþá og er varla sátt með líkamann minn bara útaf þessu.

Allavega, þá stækkaði hópurinn alltaf og fleiri krakkar bættust í hann. Á sama tíma og það var verið að drulla yfir mig á netinu, var langaamma mín að deyja og það var mjög erfitt. Ég sagði við krakkana að hún væri að deyja en þeir hættu ekki. Það var ekki fyrr en stelpa sem sagði þeim að þau ættu að hætta þessu og að þetta „væri bara asnalegt hjá þeim að vera að drulla yfir einhverja stelpu sem að þið þekkið ekkert og vitið ekkert um“. Þessi stelpa sem talaði mínu máli,  á inni greiða hjá mér, því að eftir þetta þá var þessum hóp eytt og þetta hætti alveg.

Frá 3-6. bekk hélt þetta samt áfram, að fólk var að kalla mig ljótum nöfnum og gera grín að mér en það var núna komið fyrir utan netið.

Í 6. bekk hætti ég alveg að borða og bara leið miklu betur með sjálfa mig á einhvern hátt, bara því að ég hlustaði á þessa krakka þá varð ég að gera eitthvað í þessu. Á þessum sama tíma var ég oft lamin og einu sinni tekin uppá hálsinum af Z… Hann beitti mig líkamslegu ofbeldi. Mér leið svo illa þarna og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Um það bil sem ég var að byrja í  7. bekk reyndi ég að drepa mig nokkrum sinnum, en núna er ég svo fegin að það heppnaðist ekki því að mér líður miklu miklu betur núna. Ég á æðislega vini sem eru tilbúnir að hjálpa mér í gegnum allt.

Ég, auðvitað, fyrirgef öllum þessum sem tóku þátt í þessu á netinu og fyrir utan netið.

En samt er ég bara 14 ára en samt hef ég átt hræðilega barnæsku…

SHARE