„24 stunda sund“ í fyrsta skiptið á Íslandi í Ásgarðslaug í Garðabæ

Guðmundur Hafþórsson, Gummi Haff sundkappi og einkaþjálfari ætlar að synda í 24 klukkustundir til styrktar góðu málefni í Ásgarðslaug Garðabæjar frá kl. 11 föstudaginn 27. júní til kl. 11 laugardaginn 28. júní nk.

sund1

Hægt er að sjá nánar um viðburðinn  hér  

Gummi Haff syndir til styrktar Líf styrktarfélagi. Allur ágóði af sundinu mun renna til endurbóta á aðstöðu foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum á Landspítalanum með barn á vökudeild eða á sængurkvennagangi kvennadeildar.

Við hvetjum alla til að synda með Gumma þennan dag, hvar sem er á landinu og hringja síðan í númerið 908-1515 og styrkja Líf styrktarfélag um 1.500 eða leggja inn á 515-14-409141kt. 501209-1040 Líf styrktarfélag.

Við munum fagna með Gumma þegar hann lýkur þessu mikla afreki við Ásgarðslaug í Garðabæ kl. 11-12, laugardaginn 28. júní.  Við hvetjum alla, sundfólk og aðra til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum.

Hér er myndband sem Gummi gerði til að minna á viðburðinn.

 

 

SHARE