3 ástæður fyrir því að drekka grænt te yfir hátíðarnar

Þú gætir verið kaffimanneskja en gefðu grænu tei endilega tækifæri. Þú verður ekki svikin/n og hér eru 3 góðar ástæður fyrir því:

Þyngdartap: Fyrir marga eru hátíðarnar versti tíminn til að viðhalda heilsusamlegu mataræði. Ef þú drekkur grænt te reglulega hefur verið sýnt fram á að það hjálpar til við að halda matarlystinni niðri og auka efnaskipti.

Kemur í veg fyrir veikindi: Stanslausar innkaupaferðir og hittingar er eitthvað sem býður bara upp á veikindi. Grænt te styrkir ónæmiskerfið og ein rannsókn sýndi að með því að taka hylki sem innihalda grænt te var fólk miklu ólíklegra til að fá flensu. Önnur rannsókn sem gerð var á japönskum skólakrökkum, sýndi að þau börn sem drukku grænt te 6 sinnum í viku voru mun hraustari en önnur börn.

Minni streita: Það er voðalega notalegt að fá sér heitan kaffibolla á köldum dögum en of mikið koffein hefur líka sína galla. Það getur valdið kvíða, streitu og svefntruflunum. Þess vegna er mjög sniðugt að skipta einhverjum kaffibollum út fyrir grænt te. Það er helmingi minna koffein í grænu tei en í kaffi og ferska jurtabragðið hjálpar manni að slaka betur á.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here