5 einfaldar leiðir til að auka orku þín daglega

1. Skapaðu

skapadu

Það er ótrúlega gefandi að skapa. Það getur verið allt frá því að gera upp gamla kommóðu, prjóna sokka eða mála mynd. Prófaðu að leyfa sköpunargleðinni að ráða og láttu vaða. Þegar við tökum til hendinni og búum til eitthvað eflum við sjálfstraustið okkar og trúna á okkur sjálf. Við erum öll hér til að skapa eitthvað.

 

2. Hlæðu

hlaeja

Hlátur er besta meðalið. Hann meira að segja bætir ónæmiskerfið, slakar á líkamanum og sendir meira súrefni í blóðið. Það að hlæja með vinum og fjölskyldu skapar nánd, plús það að hlæja daglega framkallar jákvæðni og minnkar andlegt álag. Farðu á Youtube og finndu þér fyndin myndbönd, eða hreinlega finndu það fynda í aðstæðum og láttu hláturinn ná yfirtökunum.

 

3. Tengstu öðrum

saman

Við eigum það til að vera sjálfhverf og hugsa eingöngu um okkur sjálf og gleymum því næstum að það er til annað fólk í veröldinni en við. Sprengdu sápukúluna þína. Við eigum öll einhvern í kringum okkur sem finnur tilfinningar okkar, svo ekki gleyma að sinna þeim.

Við getum átt það á hættu að missa tengsl við okkur sjálf og þá sem skipta okkur einna mestu máli, ef við förum ekki varlega og finnum jafnvægi. Þú verður að passa upp á tengsl þín við fólkið þitt, láttu þau heyra þínar skoðanir og hugmyndir, heyrðu þeirra skoðanir og berðu það saman.

Þegar þú gerir þetta með opnum huga, víkkar þú meðvitund þína og lærir eitthvað nýtt. Það er ekkert betra en gott samtal, þar sem hugmyndum, líðan og daglegu amstri er deilt með öðrum. Það bætir líðan þína, vittu til.

 

4. Hreyfðu þig

hreyfum

Við hreyfum okkur almennt of lítið, þrátt fyrir mikla vitundarvakninug hjá fólki síðastliðin ár. Samt sem áður eigum við það til að liggja lengi í rúminu, sitja við skrifborðið í vinnunni eða kjósum að hanga í sófanum að horfa á sjónvarpið.

Við vitum vel að líkami okkar og sál eru vel tengd. Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir okkur til þess að halda okkur heilbrigðum og sterkum, einnig er það mikilvægt fyrir okkur andlega. Þegar við hreyfum okkur, minnkar það stress, eykur endorfín upptöku og súrefni í blóði.

Hreyfing getur hjálpað okkur að ná yfirhöndinni á streitu og þunglyndi. Líkami og sál vinna svo sannarlega saman svo stattu upp og hreyfðu þig. Ef þú hefur ekki efni á því að fá þér kort í ræktina, farðu þá út að ganga eða skokka útí náttúrunni. Dansaðu um heima hjá þér eða í vinnunni eins og kjáni. Það skiptir ekki máli hvað þú gerir, hreyfðu þig bara.

 

5. Syngdu

syngja

Þú þarft ekki að vera söngvari til að syngja hátt svo að heimurinn heyri. Það hefur löngum verið talið gott fyrir mann að syngja. Meira af gleðiefninu endorfín dælist út í blóðið og við tökum inn meira súrefni. Það gerist ekki betra, svo syngdu eins og þú eigir lífið að leysa.

 Heimildir: Thespiritscience

SHARE