Hér eru 5 stórsniðug ráð beint frá Hollywood sem þú verður að vita:

 

1. Ger

Heimildamaður segir að þetta sé eitt það heitasta hjá stjörnunum. Blandaðu þurrt ger við sítrónusafa og þessi náttúrulega blanda mun losa þig við bólurnar og lætur húð þína líta út fyrir að vera gallalausa. Blandaðu þessu tvennu einfaldlega saman og berðu á bólurnar og láttu bíða í 10 mínútur. Þetta mun næra húð þína, eyða bólum og gefa henni raka.

1384153614

 

2. Fuglaskítur

Þetta hljómar frekar ólystugt en þessi meðferð er einna vinsælust í Hollywood um þessar mundir. Japanir til forna notuðu þessa mixtúru og hún er gerð úr skít næturgalans, grjónahýði og vatni. Berir þú þetta á andlit þitt mun hún glóa og nærast vel.

 

download

3. Maskari er nauðsynlegur

Maskari getur gert kraftaverk fyrir útlitið, hvort sem þú ert förðuð eða ekki. Bættu öðru lagi af maskara á þig og þú ert tilbúin í samkvæmið.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

 

4. Fullkomin augu

Aloe Vera og hráar kartöflur munu fríska upp á þreytt og bólgin augu. Berðu smá Aloe Vera undir augun og þú munt strax sjá mun á þér. Hráar kartöflur geta líka gert kraftaverk. Settu hana í frystirinn í klukkustund, skerðu hana í sneiðar og bleyttu í vatni í smá stund. Settu síðan kartöflurnar á augun og láttu bíða í 10 mínútúr og það mun gera það að verkum að bólgan hjaðnar og mýkir upp húðina í kringum augun. Ef þú ert að flýta þér, geturðu einnig gripið í gyllinæðarkrem og málið er dautt.

download (2)

download (5)

Slices of potatoes

 

5. Áherslan á varirnar þínar

Hver vill ekki vera með fullkomnar varir? Förðunarfræðingar ráðleggja þér að nota húðlitaðan varablýant í kringum varirnar, fylla svo inn í varirnar með sama lit og setja svo glossi yfir. Ef þú vilt fá fullkomnar rauðar varir, settu þá á þig varalitinn, settu síðan pappír yfir varirnar og bustaðu púðri yfir pappírinn. Eftir þetta skaltu bæta einu lagi af varalit aftur á þig.

 

download (3)

download (4)

 

 

 

Heimildir: Womens daily

 

 

SHARE