5 hlutir sem gerast þegar þú hættir að borða sykur

Við skulum byrja á því að hafa það á hreinu að sykur er með öllu alslæmur. Náttúrulegan sykur er að finna í fjölda matvæla, þar með talið í mjólk og ávöxtum. Þar með er óþarfi að bæta sykur aukalega í fæðuna okkar. Þú ferð að finna fyrir mörgum jákvæðum breytingum ef þú fjarlægir eftir fremsta megni sykur úr fæðunni þinni til frambúðar. Hér eru nokkur atriði sem eiga eftir að breyta líðan þinni til hins betra.

 

1. Orka þín mun aukast.

Margir eiga það til að grípa í sætindi til þess að fá skyndiorku, hvort sem það er sælgæti eða orkudrykkir, þegar við erum orkulaus. Ef við sleppum því að grípa í sætindin og við fáum okkur hollan mat, mun orkan okkar aukast. Viðbættur sykur kemur í veg fyrir að líkami okkar nái að halda jafnri orku yfir daginn. Blóðsykur þinn verður jafnari og þú finnur ekki fyrir sveiflum í orku.

 

2. Þyngd þín verður stöðugri.

Sykur veldur því að þig langar í meiri sykur. Mesta sykurinn er að finna í fæðu sem er há í fitu og kolvetnum, þá sérstaklega þeirri sem hefur verið unnin og inniheldur mikið af óæskilegum innihaldsefnum. Mörg matvæli og sumir ávextir innihalda einnig mjög mikið af sykri.

Með því að minnka sykurinntöku, kemur þú í veg fyrir að innbyrða of mikið af hitaeiningum. Hungurtilfinning minnkar, þú gætir lést eða haldið þyngd þinni stöðugri.

 

3. Líffæri þín og melting munu starfa betur.

Ef líffæri þín gætu sagt þér hvað þau vildu fá að borða, þá myndu þau segja trefjar, minni skammt af mat sem erfitt er að melta og unnin mat að einhverju leiti. Með því að minnka skykurinn átt þau auðveldara með að melta það sem þú hefur borðað og þú tekur eftir því að meltingarkerfið virkar reglulega.

 

4. Þig hættir að langa í sykur. 

Sykur kallar á meiri sykur. Þegar þú fjarlægir sykurinn, ferð þú að finna fyrir því að þig langar ekki að borða eins mikið af sykri. Þú ferð að finna fyrir því að þegar þú síðan borðar kökusneið að hún bragðast einkennilega ofursæt og ekki eins góð og þig minnti.

 

5. Húðin þín mun líta heilbrigðari út.

Þú veltir fyrir þér hvers vegna húðin þín er svona slæm, bólur sem koma og fara, þrátt fyrir allar þær meðferðir sem þú prófar. Það gæti mögulega verið að fæða þín sé að valda ástandi húðarinnar. Margir tala um að húðin þeirra lagist til muna eftir að hafa unnið sykurpúkann.

 

Ertu tilbúin til að fjarlægja allan óæskilegan sykur úr fæðunni þinni?

Ekki er mælt með því að hætta að borða sykur á einum degi, þá sérstaklega ef þér finnst þú vera háð sykri. Prófaðu núna að minnka við þig skammtinn og fara rólega af stað. Því fyrr sem þú byrjar, því betra og þú ferð að finna fyrir kostunum við það að borða ekki sykur.

Byrjaðu á því að meta það sem þú ert að borða og drekka of finndu muninn á þér. Ekki missa móðinn þó að þú leyfir þér einstöku sinnum sætindi. Hafðu þetta á bak við eyrað og þú munt finna jákvæðar breytingar á líðan þinni.

 

Gangi ykkur vel!

 

 

SHARE