Sá eða sú sem berst við þunglyndi veit yfirleitt hvað gera skal til að komast upp úr því, en oft er það samt afar erfitt. Þunglyndi bælir niður hvatninguna, dregur úr allri orku, áhuga og fókus.  Þegar þú hefur með kjafti og klóm náð að koma þér í gang aftur þá verður þetta auðveldara, en þangað til að það gerist, hvernig áttu að tengja startkaplana aftur til að þú náir að skína þínu skærasta?

1.     Byrjaðu hægt

Þegar þú ert að berjast við þunglyndi þá ertu ekki 100%.  Heldur ertu heima við eða í rúminu og fúnkerar ekki meira en 20% miðað við vanalega. Ef þú ferð að reyna að setja þér sömu væntingar í þunglyndinu og þú gerir annars að þá ertu ekki á réttri leið. Byrjaðu t.d bara á því að koma þér á fætur og klæða þig. Þér líður illa, ert með kvíða og finnst allt sem gera þarf of mikið. En fyrsta skrefið er að koma sér á fætur. Og mundu, það er engin skömm af því að vera með þunglyndi. Settu þér fyrir lítil verkefni. Sem dæmi: taktu úr uppþvottavélinni. Og ef þú ert í skapi fyrir meira þá endilega gera það líka.

2.     Ekki fara að gagnrýna sjálfa þig

Sjálfsgagnrýni er þunglyndis besti vinur. Ósjálfrátt ferðu að gera lítið úr þér, þér finnst þú löt og algjör aumingi bara. Ef þú heldur þessu áfram þá nærðu þér ekki upp úr þessu. Þetta er ranga leiðin. Reyndu frekar að segja við sjálfa þig: Ég get þetta alveg, ég kemst fram úr, ég skal brjóta saman í dag því ég get það. Líttu í spegil og segðu: Ég er falleg og sterk og skal komast upp úr þessu þunglyndi.

3.     Fáðu hjálp, talaðu við vini og fjölskyldu

Mörg okkar eigum í vandræðum með að takast á við ýmsar aðstæður þó við séum upp á okkar besta. En í þunglyndi og engin hvatning í gangi að þá er afar erfitt að rífa sig upp. Talaðu við einhvern sem þú treystir fullkomlega og óskaðu eftir hjálp. Fáðu t.d vinkonu eða vin til að koma með þér í jóga þegar þú treystir þér loksins til þess. Farðu til sálfræðings, það er afar gott að geta talað um öll sín mál.

4. Ímyndaðu þér hvernig þér muni líða eftir að hafa gert eitthvað eitt t.d

Að fara í sturtu, út að ganga, elda góða máltíð eða hanga með vinkonum eru allt afar einföld verkefni ef þú fókusar á sjálfa þig og hvað það tók þig til að gera þetta.  Þunglynt fólk er oftast nær með afar lágt sjálfstraust. Og oft þá finnst þeim þau ekki geta gert neitt rétt. Öll verkefni verða yfirþyrmandi. Lækkaðu væntingarnar þínar ef svona er statt fyrir þér og taktu hænu skref.  Þetta kemur allt með tímanum.

5. Hafðu það markmið að gera hlutinn þó þér finnist það ekki gaman

Í þunglyndiskasti þá hefur þú engan áhuga á að gera neitt af því sem þér þykir vanalega skemmtilegt. Það er alveg eðlilegt. Grínþættir eru ekki lengur fyndnir, þú nennir ekki að horfa á uppáhalds fótboltaliðið þitt, vinir eru hundsaðir. Kvíði, þunglyndi og sjálfs-hatur taka yfir allt.  Á endanum ertu orðin ein og yfirgefin.  Þannig að þegar þú rífur þig upp og ákveður að gera eitthvað sem þér þótti skemmtilegt, hafðu þá það markmið að njóta þess ekki.

6. Verðlaunaðu þig fyrir hugrekkið að stíga út úr þægindahringnum

Eins vont og það er, þá getur þunglyndi orðið að þægindum, slæmum þægindum. Þú veist hverju þú átt von á. Þú þekkir þjáninguna. Og allir dagar eru eins. Bara það að stíga út fyrir þægindahringinn getur orsakað kvíðakast.  Þegar þú finnur að þú ert tilbúin að stíga þetta skref og gerir það, þá skaltu verðlauna þig með því að tala afar jákvætt um þig sjálfa (þó enginn heyri nema þú).  Kvíði getur verið að segja þér að þú sért að stíga út fyrir þægindin og þá rútínu sem þú ert vön, viðurkenndu hugrekkið þitt og taktu skrefið. Fljótlega ferðu að gera fleiri hluti og áður en þú veist af að þá fer þunglyndis-púkinn að hverfa af öxlinni á þér.

Heimildir: mindbodygreen.com

Hér getur þú fundið fleiri áhugaverðar greinar á   heilsutorg

 

SHARE