6 lyf sem geta orsakað augnþurrk

Augnþurrkur er sjúkdómur sem orsakar það að framleiðsla tára er sama og engin. Þetta orsakar bruna í augum, verki og mikil óþægindi.

Það geta verið margar ástæður fyrir því að fólk þjáist af augnþurrki og ein af þessum ástæðum er inntaka á lyfjum.

Hvers vegna eru augun þurr?

Ef augun þín eru þurr og það er pirringur í þeim, spurðu þig þá, gæti þetta verið vegna litlu pillunar sem ég tek daglega?

Fólk sem tekur lyf daglega gerir sér ekki alltaf grein fyrir þeim aukaverkunum sem þessi lyf kunna að hafa.

Augnþurrkur sem krónískur sjúkdómur er alvarlegri en ef þú finnur einstaka sinnum fyrir augnþurrki. Þessi sjúkdómur hefur verið tengdur við lyf allt frá hóstameðali til lyfseðilskyldra lyfja t.d við hjartasjúkdómum.

Og fyrir þá sem þurfa að taka fleiri en eitt lyf þá er áhættan enn hærri.

Hér fyrir neðan eru nefnd nokkur lyf sem geta orsakað augnþurrk.

Ofnæmislyf

Ofnæmislyf eins og Claritin, Zyrtec og Benadryl (diphenhydramine) loka á virkni histamine sem líkaminn framleiðir til að berjast gegn ofnæmi. Þessi ofnæmislyf geta veitt þér mikinn létti gegn baráttunni við ofnæmi eða jafnvel kvef einkennum, eins og hnerra, kláða, vökva í augum vegna ofnæmi og nefrennsli. Því miður þá eru geta þessi lyf einnig unnið skaða á augum og dregið úr eðlilegri framleiðslu á tárum sem halda augum rökum.

Og sú staðreynd að augnþurrkur getur komið fram á svipaðan hátt og ofnæmiseinkenni getur ruglað okkur í ríminu.

Lyf til að lækka blóðþrýsting

Fólk sem tekur lyfseðilskyld lyf til að lækka blóðþrýsting og til að meðhöndla ákveðna hjartasjúkdóma geta einnig þjáðst af augnþurrki. Má nefna beta blockers sem dæmi.

Þunglyndislyf og lyf við parkinsons

Þau eru nokkur þunglyndislyfin sem geta orsakað augnþurrk, eins og t.d Elavil, Zoloft og fleiri.

Artane er lyf sem notað er til að berjast gegn stífleika, skjálftum og krömpum við Parkinsons er einnig lyf sem getur orsakað augnþurrk.

Hormónameðferð og getnaðarvarnarpillan

Þegar konur taka lyf sem er við hormónameðferð þá sérstaklega vegna estrógens eru í áhættu hóp á að fá augnþurrk. Einnig þær sem taka getnaðarvarnarpilluna.

Lyf við bólum – slæmri húð

Húðsjúkdómalæknar skrifa oft upp á lyf þegar húðin er afar slæm af bólum og kýlum. Þetta lyf er ansi öflugt. Oft er lyf gefið sem heitir Accutane og hefur það áhrif á kirtla sem framleiða olíu í húð. Lyfið hefur oft þær aukaverkanir að fólk finnur fyrir miklum augnþurrk á meðan verið er að taka það.

Augndropar

Já, það hljómar eflaust einkennilega að augndropar geti orsakað augnþurrk. Mælt er með því að nota alls ekki augndropa sem eiga að hvítta augun. Frekar leitið læknis til að komast að því hvað er að orsaka þessi rauðu augu.

Þessi grein, ásamt fleirum, kemur frá Heilsutorg.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

SHARE