Andlitið kemur upp um duldar kynlanganir

Ef þú vilt virkilega vita hvernig einhver manneskja er í rúminu þá þarftu bara að skoða andlit manneskjunnar, samkvæmt Siang Mien sem er aldagömul austurlensk aðferð til þess að lesa í andlitsdrætti. Þeir sem þekkja til þessarar aðferðar vilja meina að úr andlitinu megi lesa allt um þína persónugerð og duldar þrár.

Við vitum að engir tveir eru með nákvæmlega eins andlit, ekki einu sinni eineggja tvíburar. Það er vegna þess að engir tveir eru með alveg eins persónuleikar. Andlit manneskjunnar getur sýnt um 7000 mismunandi svipbrigði en við notum aðeins nokkur hundruð á venjulegum degi. Þau svipbrigði sem við notum mest skilja svo sitt mark eftir á andliti okkar.

Um það leyti sem við verðum fertug er farið að verða nokkuð augljóst hvort við höfum eytt meiri tíma ævinnar í að brosa eða í að vera fúl, þannig er það bara.

Hér eru nokkur atriði sem Siang Mien segir okkur að hægt sé að lesa í andlit fólks.

Augabrúnir

Litlar og gisnar: Hefur engan áhuga á kynlífi og hugsar meira um andlega hluti en líkamlega. Þykkar og miklar: Elskar kynlíf og fær mikið út úr því að prófa nýjar erótíska hluti og þykir ekkert sjálfsagðara en að prófa sig áfram.

Augu

Mjög ljós augu: Leitast eftir nýjum hæðum og skyndilausnum. Auðvelt að fullnægja kynþörf þessarar manneskju (sem eru góðar fréttir ef þú vilt bara kynlíf með henni) því hún er ekki að flækja hlutina eða blanda of miklum tilfinningum í málið (ekki svo gott ef þú vilt samband). Eiga það til að skipta mjög oft um maka/kærasta/u.

Dökk augu: Mikil ástríða og vilja gjarnan stunda maraþon kynlíf en það er erfitt að kynnast þeim náið, en þú munt ekki sjá eftir því að reyna að kynnast þeim, því þessar manneskjur eru algjörar sprengjur í rúminu, en þú þarft að hafa kynlífið fjölbreytt og ástríðufullt.

Nef

Lítið nef: Dreymandi og rómantískt kynlíf með hefðbundunum kynlífsstellingum, sem mörgum gætu þótt leiðigjarnar. Hefur ekki áhuga á erótískum ævintýrum.

Hnúðótt nef: Þessi manneskja er ekki góð með manneskju með lítið nef því þessar manneskjur elska kynlíf og vilja mikið af því og því afbrigðilegra því betra.

Línur

Fínar línur undir neðra augnloki er ekki eitthvað sem þú ert að spá í hjá fólki….. þangað til núna. Þessar línur eru merki um að manneskjan hafi mikla kynþörf og er til í kynlíf hvenær sem er. Það er ekkert bannað og allt í boði.

Fínar línur undir nefinu benda til þess að þessi manneskja hugsar varla heila hugsun til enda án þess að hún tengist kynlífi. Það kemst varla neitt annað sem kemst að í kollinum á þeim. Það þarf að elska þessa manneskju mikið og það er mjög erfitt að halda henni ánægðri.

Varir og munnur

Stór munnur: Þegar kemur að munnum virðist vera að því stærri sem munnurinn er, því betra. Þeir sem eru með stóra munna eru ekki sjálfselskir og gefa sér alltaf nógan tíma í að gleðja hinn aðilann. Karlmenn með stóra munna eru taldir alveg sérstaklega öflugir elskhugar.

Ef manneskjan er með þykka neðri vör er hún mjög ævintýragjarn elskhugi, en aftur á móti getur hún ekki verið við eina fjölina feld í ástarmálunum.

Fólk með breiða munna eru metnaðarfullir einstaklingar sem vilja stjórna öllu í svefnherberginu.

Þeir sem eru með litla munna eru uppátækjasamir og frumlegir í rúminu en þar með er það upptalið. Þeir eru líka fljótir að fá fullnægingu, eru alltaf á varðbergi gagnvart nýju fólki, eru tryggir fáum og eru ekki mjög hlýir karakterar.

 

 

 

 

 

SHARE