60 krónu brauðið

Þær systur hjá Matarlyst bjóða upp á þessa snilld, ódýrt og hrikalega gott.

Afar gott brauð sem bakað er í potti.

Hráefni

390 g hveiti
2 tsk þurrger
2 tsk salt
375 ml volgt vatn

1½ – 2 msk hveiti til að velta upp

Sjá meira: bjorbraud

Aðferð

Blandið þurrefnum saman í skál, bætið vatni út í hrærið saman, ath deigið á að vera blautt. Setjið sellófan yfir skálina látið standa við stofuhita í 2-3 klukkustundir (að lágmarki 2 tíma) deigið á að tvöfalda sig að stærð.
Ef ekkert er farið að gerast eftir 1 tíma, færið þá í heitara rými.
Hitið ofninn í 230 gráður og blástur, setjið pottinn inn, hann þarf að hita áður en brauðið er sett í hann.
Setjið bökunnarpappír á borðið stráið hveiti á pappírinn, hellið deiginu ofaná veltið deiginu með t.d sleikju/spaða að miðju farið 2-3 hringi athugið að deigið er fremur blautt.

Takið pottinn út, lok af, lyftið upp bökunnarpappír með deiginu á, komið því ofan í pottinn, setjið lokið á og inn í ofn í 30 mínútur, takið lokið af, bakið áfram í 12 mín, Brauðið verður crispy og gullið að ofan.
Takið uppúr pottinum, látið standa í ca 20-30 mín á grind áður en þið gæðið ykkur á því.
Athugið að hægt er að nota venjulegan pott, passið að hann þoli að fara inn í ofn og sé ekki með plast höldur.
Einnig er hægt að nota eldfast mót með loki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here