7 ára stúlka heillar dómara upp úr skónum í Norway´s Got Talent – Myndband

Hin 7 ára gamla Angelina Jordan heillaði dómara Norway´s Got Talent upp úr skónum með flutning sinn á laginu Gloomey Sunday sem varð frægt þegar Billie Holiday árið 1941. Angelina valdi lagið eftir að hún rakst á það á Youtube.com en hún sagði dómurunum að í hvert skipti sem hún söng lagið hafi hún upplifað eitthvað sérstakt sem hún ætti erfitt með að útskýra nákvæmlega. Þrátt fyrir vera einungis 7 ára og hálf tannlaus er Angelina gömul sál og fékk hún marga til að fella tár í salnum með flutningi sínum þar á meðal einn dómarann.

SHARE