7 ástæður til að flýja ef kærastinn er mömmustrákur

Það að karlmaður virði móður sína er frábært en þegar dálæti manns á móður sinni er of mikið getur það valdið árekstrum í samböndum.  Þeir sem eru algjörir mömmustrákar verða það áreiðanlega alltaf og ef þú ert ekki að þola það að deila manninum með móður hans ættir þú að taka til fótanna. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

1. Þú munt aldrei vera í fyrsta sæti

Þegar kemur að mömmu hans þá muntu aldrei taka hennar stað. Mamma hans verður alltaf númer eitt hjá honum og það er alveg sama hvað þú gerir, þú verður aldrei betri en hún.

2. Hann mun alltaf bera þig saman við hana

Hann mun alltaf bera þig saman við móður sína. Hann mun bera matinn sem þú eldar handa honum saman við matinn sem mamma hans gerir. Hann mun bera saman hvernig þið brjótið saman þvottinn og svo framvegis.

3. Hún mun taka mikinn þátt í öllum hans ákvörðunum

Mamma hans mun taka þátt í öllum stórum ákvörðunum sem hann tekur og jafnvel taka suma ákvarðanir fyrir hann. Hann mun hringja í hana á undan þér í sumum tilfellum og ræða hluti sem þarf að ákveða.

4. Hún mun trufla ykkur og ykkar áform

Móðir hans mun koma í veg fyrir, eða trufla einhver af ykkar áformum. Hann mun stundum fresta einhverju sem hann þarf að gera til þess að aðstoða mömmu sína. Eins sætt og það getur virst í fyrstu, þá verður það óþolandi eftir smá tíma.

5. Hann mun frekar vilja missa þig en mömmu sína

Ef þú kvartar þá máttu vera nokkuð viss um að hann mun frekar fara frá þér heldur en að minnka samskiptin við mömmu sína. Ef mömmu hans líkar ekki við þig þá mun það örugglega fara í gegnum huga hans að enda hlutina með þér.

6. Hann ver þig ekki

Ef sú staða kemur upp að mamma hans segi eitthvað slæmt, við eða um þig, þá mun hann ekki verja þig. Hann verður of hræddur við að standa í hárinu á henni svo hún getur komið hvernig sem er fram við þig.

7. Hann býr örugglega ennþá með mömmu sinni

Ef hann býr ennþá heima hjá mömmu sinni þá mun það gera allt mun erfiðara og þau atriði sem eru hér að ofan verða enn ýktari. Hann er örugglega mjög sáttur við að búa hjá mömmu sinni og það er ekkert sem þú getur gert eða sagt sem mun breyta því.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here