8 ástæður þess að ALLAR KONUR ættu að stunda sjálfsfróun

Þrátt fyrir alla þá ötulu baráttu sem konur hafa háð og þau sjálfsögðu réttindi sem þær hinar sömu hafa hrifsað til sín gegnum árin, er eitt vígi sem enn stendur – blygðun ófárra kvenna gagnvart eigin líkama. Skömmin sem annars heilbrigð sjálfsfróun felur í sér.

Sjá einnig: Hvernig fá konur fullnægingu?

Flestir gera ráð fyrir því að karlmenn frói sér – en öðru er farið með ófáar konur. Einhverjum þykir sjálfsfróun svo eðlileg og heilbrigð að vart þyki efni í grein – en til eru þær konur sem hreinlega skammast sín fyrir sjálfsfróun og segja gjarna ekki frá því að þær hafi nokkru sinni fróað sér.

Sjá einnig: „Okkur langar að fegra heiminn; eina píku í einu!“

En sjálfsfróun er eðlileg, þegar kona á í hlut. Sjálfsfróun er yndisleg, hún er heilsustyrkjandi og getur rutt þunglynd úr vegi. Já, sjálfsfróun getur jafnvel hindrað hjartasúkdóma! Hér fara nokkrar ástæður þess að allar konur ættu að iðka sjálfsfróun:

Sjálfsfróun ýtir undir heilbrigða sjálfsást: Fátt er ungri stúlku (nú, eða miðaldra konu) hollara en að þekkja eigin líkama. Skilningur konu á eigin löngunum og þörfum er styrkjandi fyrir sálina OG stuðlar að auknu jafnvægi í ástarsambandi! Smeygðu þér fyrir framan spegilinn ef þú þorir – byrjaðu rólega og farðu jafn langt og þér sjálfri þykir þægilegt – en leiktu þér að vild ef þér langar!

Sjálfsfróun gerir kynlíf með öðrum miklu betra: Hér erum vð að glíma við þá mýtu að þær konur sem eigi vibratora og egg eigi erfiðara með að fá fullnægingu með annarri manneskju. Að tækin taki völdin. Þetta er EKKI satt að mestu. Sjálfsfróun er yndislegur leikur og getur hjálpað bæði þér og makanum að mynda meiri nánd í rúminu!

Sjálfsfróun er holl fyrir sjálfstraustið og ýtir undir jákvæða líkamsvitund: Sjálfsfróun greiðir leiðina að eigin löngunum og þrám. Sjálfsfróun sleppir ímyndunaraflinu lausu. Slepptu fram af þér beislinu, sveiflaðu fram egginu – kveiktu á vibratorinum, blikkaðu spegilinn og leyfðu þér að njóta. Sjálfsfróun fæðir af sér vellíðan og sú vellíðan skilar sér út í veröldina í formi aukins sjálfstrausts, sem er alveg hrikalega sexý ….

Sjálfsfróun er holl fyrir sjálfa píkuna: Nema hvað? Auðvitað er eðlileg sjálfsfróun holl fyrir píkuna. Þær konur sem þjálfa grindarbotninn og leggja hvað mesta áherslu á grindarbotnsæfingar vita jafnvel sumar hverjar að sú vöðvaspenna sem á sér stað í leggöngunum og móðurlífinu sjálfu – allri píkunni, svo við einföldum þetta hressilega – líkjast grindarbotnsæfingum. Nema vöðvasamdrættirinir við fullnægingu eru enn öflugri. Hollt og gott og heldur grindarbotninum sterkum.

Sjálfsfróun stuðlar að betri nætursvefni: Fátt er betra en að lygna aftur augunum í kjölfar dísætrar fullnægingar og sofna svefni hinna réttlátu. Reyndar er það dásamleg upplifun. Slepptu svefntöflunum ef möguleiki er. Taktu frekar upp heilbrigða sjálfsfróun og leyfðu þér að líða út af í kjölfar fullnægingar …

Sjálfsfróun er holl fyrir hjartað: Þegar maður hélt að lífið gæti ekki orðið betra … en þetta er satt. Hjartasjúkdómar draga fjölmargar konur á besta aldri til dauða á hverju einasta ári. Þess vegna er mælt með reglubundinni þjálfun þegar konur yfir fertugt eiga í hlut. En sjálfsfróun eykur blóðflæðið líka og er styrkjandi fyrir hjartað. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að konur sem fá oftar fullnægingu, með maka eða einsamlar – eru styrkari og eiga síður á hættu að fá hjartasjúkdóma og Sykursýki Tvö. Halló sjálfsfróun, heill sé þér!

Sjálfsfróun er fyllilega örugg: Ekki skammast þín vegna sjálfsfróunar. Ekki líta svo á að þú sért að gera eitthvað rangt. Sjálfsfróun er fyllilega örugg og ein öruggasta leiðin til að svala kynferðislegri löngun – sjálfsfróun felur enga hættu í sér á borð við kynsjúkdóma eða ótímabæra þungun. Hugsaðu þér bara!

Sjálfsfróun dregur úr streitu: Já! Láttu bara vaða þegar dagurinn hefur verið þér erfiður! Sjálfsfróun er unaðsleg spennulosun sem felur ekki í sér neina aðstoð frá öðrum. Þú getur orðið þér úti um unaðinn algerlega sjálf og þarft hvorki að treysta á kóng né prest til að ná hæstu hæðum. Þunglyndi? Depurð? Vanmáttur? Streita? Sjálfsfróun getur losað um vanlíðan. Láttu bara vaða, kona. Sjálfsfróun er yndisleg á alla vegu.

SHARE