8 fyndin þynnkuráð frá ýmsum löndum

1. Puerto Rico
Fólk frá Puerto Rico hefur víst tröllatrú á sítrónusafa. Þeir segja að þynnka sé að hluta til vegna vökvaskorts, það er að vissu leiti rétt EN þetta er ekki búið.. þeir hafa tröllatrú á því að sítrónusafi komi í veg fyrir vökvaskort (sem gæti verið satt líka). Það sem þeir gera því áður en þeir fara á djammið er að þeir nudda sítrónusafa undir hendurnar á sér. Uhm.. það hlýtur að svíða allrosalega ef þú ert kona & nýbúin í vaxi!

2.Írar
Forn Írsk goðsögn segir að besta leiðin til að laga þynnku sé að grafa þig í blautum sandi upp að hálsi. Af hverju? það kemur ekki fram, gæti svosem verið að kaldi sandurinn hjálpaði til við verki í líkamanum & jafnvel ógleðina, þar sandurinn er kaldur, en fyrir utan það hljómar þetta bara eins og eitthvað sem einhver bjó til í þeim tilgangi að fá vin sinn til að gera eitthvað fáránlegt!

Ef fólk væri í rauninni að gera þetta myndu líklega margir drepast bara. Fyllibyttur að grafa hvort annað nálægt sjónum? eeeeekki sniðugt.

3. Vúdú – Haítí
Ef nálastungur virka á allskyns óþægindi, afhverju ættu þær ekki að virka á þynnku? Það er amk það sem fólk sem stundar vúdú vill meina. Það sem þeir gera er að þeir stinga 13 nálum í tappann á flöskunni sem olli þynnkunni. Meikar sense? maður þarf amk. að passa það þá að kaupa sér vín sem er með korktappa, annars er þetta tómt vesen.

4. Kindalungu – forngrikkir
Sagan segir að forngrikkir hafi borðað lungun úr kindum við þynnku, af hverju lungu? við íslendingar getum svosem ekkert sagt enda þekktir fyrir að borða svið, blóðmör, jafnvel augu & alla hluta skepnunnar. Forngrikkirnir hafa líklega verið að gera eitthvað rétt þar sem þeir fundu upp stærðfræðina, heimspekina ofl. Prófa?

5. 
Te gert úr nashyrningahorni – Víetnam
Já, þetta er akkurat eins og það hljómar, þeir mala hornið þar til það er orðið duftkennt, bæta heitu vatni við & drekka það. Í Víetnam trúir fólk víst að þetta lagi allt, frá ofnæmi, til krabbameins og svo auðvitað ÞYNNKU. Hvað finnst þér um þetta?

6. Rómanía
Veistu hvað lagar þynnku? ekki? soðinn magi úr kú. Það segja þeir amk í Rómaníu, þar sjóða þeir magann & búa til súpu með grænmeti, hvítlauk & rjóma. Þessi súpa hljómar svosem ekkert svo illa, ef maganum yrði sleppt.

7. Ameríka
Þennan drykk hefur þú líklega séð í einhverri bíómyndinni. Ameríkanar nota þessa uppskrift mikið við þynnku. Þetta er hrátt egg, worcester sósa, tabascó sósa, salt & pipar. Hljómar ekki vel, eggin eru næringarrík svo þau gætu hjálpað við þynnkunni en ég sé ekki tilganginn í að borða þau hrá, það er varla mikið næringargildi í tabasco sósunni svo að þetta er líklega enn ein uppskriftin sem fólk telur sé trú um að lagi þynnku & jafnvel lagar hana bara afþví fólk hefur tröllatrú á þetta.

8. Indíánar

Samkvæmt BBC, voru einhverjir Indíánar sem trúðu því að besta leiðin til að lækna þynnku væri að svitna, með því að æfa líkamann, eftir að þú hefur svitnað vel áttir þú svo að sleikja svitann af líkama þínum, skola munninn með honum & spíta svo út. Hugmyndin var að þannig næðir þú eiturefnunum úr líkamanum.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here