Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður fyrir því. Heilsutorg setti inn þessa uppskrift sem gott er að drekka að morgni hvers dags.

Prufaðu þessa frábæru blöndu.

Hráefni:

2 sítrónur
Hálf gúrka
12 myntu lauf

Taktu könnu sem tekur c.a 1. líter og fylltu af vatni og skerðu niður sítrónurnar, gúrkuna og rífðu myntulaufin aðeins.

Láttu könnuna inn í ísskáp og þetta þarf að standa yfir nótt.

Það er svo afar gott að byrja daginn á að drekka 2 glös af þessu, talað er um viku en ég drekk þetta sjálf iðulega þegar mig langar í.

Vonandi hjálpar þetta.


SHARE