8 tegundir af grænmeti sem þú getur látið vaxa aftur og aftur

Þetta er nú sparnaðarráð í lagi! Að geta ræktað upp þessar tegundir af grænmeti aftur og aftur er bara snilldin ein.   Við mælum með að þú prófir þetta og ef vel gengur, láttu okkur vita af því.

Vorlaukur

vorlaukur

Þú getur látið vorlaukinn sem þú hefur þegar skorið niður vaxa aftur. Með því að skilja eftir 2 cm við rótina og setja þá í lítið glas með vatni í glugga eða bjart herbergi.

Hvítlaukur

hvitlaukur

Þegar hvítlaukur byrjar að spíra skaltu setja hann í glas með smá vatni og látið hann spíra enn meira. Spírurnar hafa mildara bragð en hvítlaukurinn sjálfur en þær eru afar góðar í salöt, saman við pastarétti og fleiri rétti.

Bok Choy

kinakal

Til að rækta upp Bok Choy þá notar þú rótina og setur í vatn í góða birtu. Á einni til tveimur vikum máttu setja rótina í mold og þú færð heilan Bok Choy haus áður en þú veist af.

Gulrætur

gulraetur

Settu toppinn af gulrótunum á disk með smá vatni. Hafðu diskinn í björtu herbergi eða í glugga. Og þú munt fá gulrótartoppa til að nota í salatið þitt.

Basil

basilika

Klipptu greinar af basil og settu í glas með vatni og hafðu í beinu sólarljósi. Þegar ræturnar eru orðnar um 2cm langar þá getur þú skellt þessu í mold og með tímanum vex basil planta.

Sellerí

selleri

Skerðu neðri hlutann af selleríinu af og settu í pott eða skál með volgu vatni í sólarljós. Laufin fara að þykkna og vaxa beint út úr neðri hlutanum, svo færir þú selleríið í mold.

Romaine salat

romaine-salat

Þú tekur botninn á salatinu og setur í smá vatn. Muna bara að vökva. En aldrei drekkja botninum í vatni. Eftir nokkra daga koma rætur og ný lauf fara að myndast og þá máttu skella þessu í mold.

Kóríander

koriander

Stilkarnir af kóríander vaxa aftur ef þeir eru settir í glas af vatni. Þegar ræturnar eru orðnar næginlega langar þá má skella þessu í mold og hafa í góðri birtu. Eftir nokkra mánuði ertu komin með góða kóríander plöntu.

Þú getur fundið meiri fróðleik hér frá heilsutorg

SHARE