87 ára gömul og algjör uppreisnarseggur

Baddie Winckle er 87 ára gömul og óstöðvandi. Hún er hipp og kúl og lætur engan segja sér hvernig hún á að vera. Fyrir þó nokkrum árum ákvað Baddie að breyta algjörlega um stíl eftir að hafa glímt lengi við sorgina að missa bæði son sinn og eiginmann. Hún ákvað að finna sjálfa sig á nýjan leik, lifa lífinu eins og henni sýndist, án þess að láta sig varða um það hvað öðrum fyndist um hana.

Sjá einnig:102 ára gömul dúlluleg amma blæs á afmæliskertin og tennurnar fjúka!

Baddie segir okkur að lifa þessu eina lífi sem við eigum til hins ítrasta og vill gjarnan vera fyrirmynd eldri borgara.

https://www.youtube.com/watch?v=mTMI6bDUdmw&ps=docs

SHARE